206 laxar á svæðum SVFR í Soginu 22. október 2012 20:42 Laxveiðin á svæðum SVFR í Soginu var döpur í sumar. Mynd / Trausti Hafliðason Alls veiddust 206 laxar á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu. Mest veiddist í Bíldsfelli en einungis 18 laxar í Alviðru. Á vef SVFR er fjallað sérstaklega um veiðina í Soginu og hún sundurliðuð eftir svæðum. Þar segir: Bíldsfell Kom best út af veiðisvæðum Sogsins eins og venja er. Til bókar eru skráðir 135 laxar í sumar og skiptist veiðin þannig eftir mánuðum: Júní - 5 laxar. Júlí - 58 laxar. Ágúst - 18 laxar. September - 54 laxar. Ljóst er að sá mánuður sem jafnan er talinn bestur í Soginu brást algjörlega, en alla jafna er langmesta veiðin í ágústmánuði. Veiðin skiptist þannig eftir agni: Fluga 70 laxar, Maðkur 21 lax, Spónn 44 laxar. Stærsti laxinn var 95 cm hængur sem veiddist þann 19. september á fluguna Palmist Rat.Ásgarður Úr Ásgarði fengust aðeins 49 laxar að þessu sinni. Veiðin skiptist þannig eftir mánuðum: Júní - 3 laxar. Júlí - 36 laxar. Ágúst - 7 laxar. September - 3 laxar. Á flugu fengust 20 laxar, á maðk 18 laxar og á spón 11 laxar. Líkt og í Bíldsfelli var veiðin mjög léleg í ágústmánuði eftir að veiðitímabilið hafði farið ágætlega af stað. Stærsti laxinn var 82 cm hængur sem veiddist á flugu í Símastreng þann 10 júlí. Alviðra Það er grátlegt hvað þetta fornfræga veiðisvæði er orðið dapurt, því leitun er að fallegra veiðivatni. Í veiðibókinni er að finna 18 skráningar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júní - 2 laxar. Júlí - 10 laxar. Ágúst - 4 laxar. September - 2 laxar. Eftir agni var skipting eftirfarandi; Fluga 12 laxar, maðkur 2 laxar, spónn 2 laxar, óskráð 2 laxar. Stærsti laxinn fékkst Bæjarstreng þann 8. júlí á spón og var þar á ferðinni tólf punda hængur.Þrastalundur Enn og aftur eru vísbendingar um það að skráning í Þrastalundi sé ófullnægjandi. Á laxasvæðinu eru aðeins skráðir 4 laxar að þessu sinni, tveir í júlí og aðrir tveir í ágústmánuði. Þrír eru skráðir veiddir á flugu og einn á spón, sá stærsti 74 cm veiddur 24. júlí. Á silungasvæðinu við Þrastalund er að finna tvo til viðbótar sem veiddir eru í júlí og ágúst, annar 70 cm og hinn 88 cm.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Alls veiddust 206 laxar á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu. Mest veiddist í Bíldsfelli en einungis 18 laxar í Alviðru. Á vef SVFR er fjallað sérstaklega um veiðina í Soginu og hún sundurliðuð eftir svæðum. Þar segir: Bíldsfell Kom best út af veiðisvæðum Sogsins eins og venja er. Til bókar eru skráðir 135 laxar í sumar og skiptist veiðin þannig eftir mánuðum: Júní - 5 laxar. Júlí - 58 laxar. Ágúst - 18 laxar. September - 54 laxar. Ljóst er að sá mánuður sem jafnan er talinn bestur í Soginu brást algjörlega, en alla jafna er langmesta veiðin í ágústmánuði. Veiðin skiptist þannig eftir agni: Fluga 70 laxar, Maðkur 21 lax, Spónn 44 laxar. Stærsti laxinn var 95 cm hængur sem veiddist þann 19. september á fluguna Palmist Rat.Ásgarður Úr Ásgarði fengust aðeins 49 laxar að þessu sinni. Veiðin skiptist þannig eftir mánuðum: Júní - 3 laxar. Júlí - 36 laxar. Ágúst - 7 laxar. September - 3 laxar. Á flugu fengust 20 laxar, á maðk 18 laxar og á spón 11 laxar. Líkt og í Bíldsfelli var veiðin mjög léleg í ágústmánuði eftir að veiðitímabilið hafði farið ágætlega af stað. Stærsti laxinn var 82 cm hængur sem veiddist á flugu í Símastreng þann 10 júlí. Alviðra Það er grátlegt hvað þetta fornfræga veiðisvæði er orðið dapurt, því leitun er að fallegra veiðivatni. Í veiðibókinni er að finna 18 skráningar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júní - 2 laxar. Júlí - 10 laxar. Ágúst - 4 laxar. September - 2 laxar. Eftir agni var skipting eftirfarandi; Fluga 12 laxar, maðkur 2 laxar, spónn 2 laxar, óskráð 2 laxar. Stærsti laxinn fékkst Bæjarstreng þann 8. júlí á spón og var þar á ferðinni tólf punda hængur.Þrastalundur Enn og aftur eru vísbendingar um það að skráning í Þrastalundi sé ófullnægjandi. Á laxasvæðinu eru aðeins skráðir 4 laxar að þessu sinni, tveir í júlí og aðrir tveir í ágústmánuði. Þrír eru skráðir veiddir á flugu og einn á spón, sá stærsti 74 cm veiddur 24. júlí. Á silungasvæðinu við Þrastalund er að finna tvo til viðbótar sem veiddir eru í júlí og ágúst, annar 70 cm og hinn 88 cm.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði