Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann unnu í kvöld dramatískan 4-3 útisigur Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brann er í hópi efstu liða en Fredrikstad að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Sigurmarkið kom á þriðju mínútu uppbótartíma en Andreas Landgren, leikmaður Fredrikstad, varð þá fyrir því að senda boltann í eigið mark. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og þetta var því síðasta spark leiksins.
Birkir Már lék allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni og fiskaði víti sem skilaði öðru marki liðsins í leiknum. Birkir var líka nálægt því að leggja upp sigurmark fjórum mínútum fyrir leikslok en Fredrik Nordkvelle lét þá verja frá sér eftir flotta fyrirgjöf frá Birki. Það kom ekki að sök því Brann-liðinu tókst að tryggja sér öll þrjú stigin í blálokin,.
Fyrstu sex mörk leiksins komu á fyrstu 48 mínútum leiksins en Fredrikstad-liðið komst bæði í 1-0 og 2-1 í leiknum.
Birkir Már fiskaði víti í dramatískum sigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn


Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn