Það er ansi líklegt að John Terry verði fyrirliði Chelsea í Meistaradeildinni á morgun. Ef svo fer þá mun hann bera fyrirliðaband með slagorði gegn kynþáttaníði.
Aðeins tæp vika er síðan Terry var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.
Allir fyrirliðar liða í Meistaradeildinni í vikunni verða beðnir um að bera þessi gulu fyrirliðabönd.
Þegar hefur verið staðfest að Terry spili leikinn og líklegt að hann mæti með gula fyrirliðabandið til leiks líka.
Terry tekur þátt í baráttunni gegn kynþáttaníði

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

