Það er ansi líklegt að John Terry verði fyrirliði Chelsea í Meistaradeildinni á morgun. Ef svo fer þá mun hann bera fyrirliðaband með slagorði gegn kynþáttaníði.
Aðeins tæp vika er síðan Terry var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.
Allir fyrirliðar liða í Meistaradeildinni í vikunni verða beðnir um að bera þessi gulu fyrirliðabönd.
Þegar hefur verið staðfest að Terry spili leikinn og líklegt að hann mæti með gula fyrirliðabandið til leiks líka.
