Brandarinn endist ekki í heila plötu Trausti Júlíusson skrifar 22. október 2012 12:17 Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira