Einstakar vörur fyrir sælkera 31. október 2012 10:53 Rúnar Gíslason yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum segir gjafakörfu frá fyrirtækinu vera góða og girnilega gjöf. mynd/anton Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent