Óspennandi spennusaga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. nóvember 2012 11:38 Rof Ragnar Jónasson Veröld Ragnar Jónasson hefur átt ágætis spretti í sögum sínum af lögreglumanninum Ara sem iðkar störf sín á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrknætti náði hann sér vel á flug, fléttaði saman spennandi sakamálum og sögum af persónum sem vöktu áhuga lesandans. Því miður skortir á þetta í nýjustu bók hans, sem ber titilinn Rof. Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Á Siglufirði situr Ari í sóttkví, en banvæn pest hefur skotið sér niður í bænum sem er í einangrun. Tímann notar hann til að garfa í gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði. Fréttakonan Ísrún, sem glímir við sín vandamál, kemur síðan að báðum málunum. Rof vantar alla spennu, sem er bagalegt í spennusögu. Ragnari mistekst að krækja í lesandann og fá hann til að fletta áfram, nokkuð sem hann hefur gert með ágætum áður. Þá er ýmislegt í bókinni heldur óraunhæft, sem þarf ekki að vera vont í íslenskum spennusögum. Það stingur hins vegar í stúf við annað í bókinni. Hver mundi til dæmis halda því leyndu fyrir kærustu sinni að ókunnur maður sé á ferli á heimili ykkar um miðjar nætur? Ragnar hefur sýnt að hann getur búið til spennandi fléttur, en það tekst því miður ekki hér. Stílinn mætti bæta, en hann er á köflum full formlegur. Dæmi um það er þegar Ísrún liggur og veltir "meintum" glæpum einhvers fyrir sér. Kannski hugsa lögfræðingar þannig einir með sjálfum sér, en trauðla aðrir. Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Rof Ragnar Jónasson Veröld Ragnar Jónasson hefur átt ágætis spretti í sögum sínum af lögreglumanninum Ara sem iðkar störf sín á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrknætti náði hann sér vel á flug, fléttaði saman spennandi sakamálum og sögum af persónum sem vöktu áhuga lesandans. Því miður skortir á þetta í nýjustu bók hans, sem ber titilinn Rof. Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Á Siglufirði situr Ari í sóttkví, en banvæn pest hefur skotið sér niður í bænum sem er í einangrun. Tímann notar hann til að garfa í gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði. Fréttakonan Ísrún, sem glímir við sín vandamál, kemur síðan að báðum málunum. Rof vantar alla spennu, sem er bagalegt í spennusögu. Ragnari mistekst að krækja í lesandann og fá hann til að fletta áfram, nokkuð sem hann hefur gert með ágætum áður. Þá er ýmislegt í bókinni heldur óraunhæft, sem þarf ekki að vera vont í íslenskum spennusögum. Það stingur hins vegar í stúf við annað í bókinni. Hver mundi til dæmis halda því leyndu fyrir kærustu sinni að ókunnur maður sé á ferli á heimili ykkar um miðjar nætur? Ragnar hefur sýnt að hann getur búið til spennandi fléttur, en það tekst því miður ekki hér. Stílinn mætti bæta, en hann er á köflum full formlegur. Dæmi um það er þegar Ísrún liggur og veltir "meintum" glæpum einhvers fyrir sér. Kannski hugsa lögfræðingar þannig einir með sjálfum sér, en trauðla aðrir. Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira