Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 22:19 Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira