Frábær lokahringur tryggði Poulter sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 20:30 Poulter fagnaði sigrinum vel og innilega. Nordicphotos/Getty Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira