Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild karla.
Besti þjálfarinn var valinn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, en Hafnfirðingar hafa haft nokkra yfirburði í deildinni í vetur.
Besti varnarmaðurinn var valinn Jón Þorbjörn Jóhannsson, einnig í Haukum, en ÍR-ingar fengu verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Bestu dómararnir voru valdir Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Úrvalsliðið er þannig skipað:
Markvörður: Hlynur Morthens, Val
Hægri hornamaður: Bjarni Fritzson, Akureyri
Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram
Leikstjórnandi: Tjörvi Þorgeirsson, Haukum
Vinstri hornamaður: Bjarki Már Elísson, HK
Vinstri skytta: Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum
Línumaður: Jón Heiðar Gunnarsson, ÍR
Stefán Rafn valinn bestur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti
