Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG á afar litla möguleika á því að komast áfram á þriðja stig úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina eftir að hann lék þriðja hringinn í Flórída á 70 höggum í dag. Birgir Leifur er í 67. sæti fyrir lokadaginn en tuttugu efstu kylfingarnir komast áfram.
Birgir Leifur lék þriðja hringinn á einu höggi undir pari og er á pari eftir 54 holur. Hann lék einnig fyrsta hringinn á 70 höggum en var tveimur höggum yfir pari á degi tvö.
Birgir Leifur spilaði vel á sextán af átján holum dagsins en holur 9 og 18 voru honum dýrkeyptar. Birgir Leifur tapaði þremur höggum á þessum tveimur holum en lék hinar sextán holur hringsins á fjórum höggum undir pari.
Kylfingarnir í 16. til 24. sæti hafa leikið þrjá fyrstu hringina á átta höggum undir pari og því þarf okkar maður á kraftaverki að halda til þess að komast í gegnum annað stigið og halda draumi sínum á lífi um að komast inn á PGA-mótaröðina.
Birgir Leifur á litla sem enga möguleika
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
