List þýðandans að vera ósýnilegur 13. nóvember 2012 10:22 Arnar Matthíasson les úr þýðingu sinni nútíminn er trunta á súfistanum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb
Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira