Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar.
Það var jafnt á flestum tölum í kvöld, 15-15 í hálfleik, 28-28 eftir venjulegan leiktíma og 32-32 eftir fyrstu framlengingu.
Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkinga, var því hársbreidd frá því að slá út norðanmenn í þessum æsispennandi leik en það hefur gengið lítið hjá meiðslahrjáðu liði Akureyrar í N1 deildinni að undanförnu.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Víkinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Tvíframlengt í Víkinni - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
