Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar.
Það var jafnt á flestum tölum í kvöld, 15-15 í hálfleik, 28-28 eftir venjulegan leiktíma og 32-32 eftir fyrstu framlengingu.
Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkinga, var því hársbreidd frá því að slá út norðanmenn í þessum æsispennandi leik en það hefur gengið lítið hjá meiðslahrjáðu liði Akureyrar í N1 deildinni að undanförnu.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Víkinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Tvíframlengt í Víkinni - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
