Kardashian systurnar eru farsælar um þessar mundir.
Systurnar þær Kim Kardashian, Kourtney Kardashian og Khloe Kardashian virðast óstöðvandi, en þær kynntu nýju fatalínuna sína í Dorothy Perkins versluninni í London um helgina við gríðarlega góðar undirtektir.
Það lá einstaklega vel á systrunum sem sýndu ljósmyndurum brot af línunni og sögðu áhugasömum blaðamönnum frá henni.
Sjá má systurnar við opnunina í meðfylgjandi myndasafni.
Khloe sló á létta strengi og gerði grín að systrum sínum.
Kim sagði frá nýju línunni.
Kourtney lék á alls oddi, var glöð og veifaði aðdáendum sínum.