Landnám laxa í Selá gengur vonum framar 30. nóvember 2012 07:00 Efri-foss í Selá í Vopnafirði í september 2010. Þá ruddust 50-100 laxar upp fiskveginn þegar vatni var hleypt á hann. Myndir/Orri Vigfússon Rannsóknir Veiðimálastofnunar í Selá í Vopnafirði sýna að landnám laxa í efri hluta árinnar gengur vel. Þessa ályktun draga sérfræðingar af dreifingu þeirra ellefu laxa sem merktir voru síðsumars með merkjum sem gefa frá sér útvarpsmerki, en merkin gera það kleift að fylgjast með hverjum þeirra úr flugvél. Í ágúst 2010 var opnaður nýr fiskvegur í Efrifossi sem er 28 kílómetra frá sjó en opnar víðáttumikil svæði til viðbótar fyrir lax. Teljari er í nýja fiskveginum og gengu um 90 laxar um hann á liðnu sumri. Eftir merkingarnar í ágúst flugu sérfræðingar fyrst til leitar 5. október og þá voru laxarnir tiltölulega hnappdreifðir við þá staði sem þeir voru merktir á, en höfðu mjakast upp á við. Í flugferðum sem farnar voru 21. október og 15. nóvember höfðu laxarnir dreift vel úr sér og hrygning greinilega í algleymingi. Efsti fiskur var þá kominn um 9 kílómetra upp fyrir Efrifoss. Er þetta framar vonum hve fljótt laxinn nemur land, því í samskonar merkingu árið 2011 höfðu laxarnir ekki gengið nema um 4 kílómetra upp ána, en þá fundust einnig tveir laxar upp í hliðaránni Selsá sem einnig er nýr landnámsstaður. Á vef Veiðimálastofnunar segir einnig að rannsóknir fara fram árlega á því hvar seiði finnast á þessu svæði sem verður borið saman við rannsóknir á dreifingu fullorðna laxins. Er samanburður þessara tveggja rannsókna einkar spennandi, að mati Veiðimálastofnunar. Svæðið frá Efrifossi að hliðaránni Hrútá eru rúmlega 11 kílómetra en það var fyrsta markmið að laxinn dreifði sér þangað og styttist í að það verði að veruleika. Á þessu svæði eru góð búsvæði fyrir lax. Töluvert margir kílómetrar eru fiskgengir þar fyrir ofan en þau svæði eru lítt könnuð með tilliti til uppeldisskilyrða fyrir laxinn. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði
Rannsóknir Veiðimálastofnunar í Selá í Vopnafirði sýna að landnám laxa í efri hluta árinnar gengur vel. Þessa ályktun draga sérfræðingar af dreifingu þeirra ellefu laxa sem merktir voru síðsumars með merkjum sem gefa frá sér útvarpsmerki, en merkin gera það kleift að fylgjast með hverjum þeirra úr flugvél. Í ágúst 2010 var opnaður nýr fiskvegur í Efrifossi sem er 28 kílómetra frá sjó en opnar víðáttumikil svæði til viðbótar fyrir lax. Teljari er í nýja fiskveginum og gengu um 90 laxar um hann á liðnu sumri. Eftir merkingarnar í ágúst flugu sérfræðingar fyrst til leitar 5. október og þá voru laxarnir tiltölulega hnappdreifðir við þá staði sem þeir voru merktir á, en höfðu mjakast upp á við. Í flugferðum sem farnar voru 21. október og 15. nóvember höfðu laxarnir dreift vel úr sér og hrygning greinilega í algleymingi. Efsti fiskur var þá kominn um 9 kílómetra upp fyrir Efrifoss. Er þetta framar vonum hve fljótt laxinn nemur land, því í samskonar merkingu árið 2011 höfðu laxarnir ekki gengið nema um 4 kílómetra upp ána, en þá fundust einnig tveir laxar upp í hliðaránni Selsá sem einnig er nýr landnámsstaður. Á vef Veiðimálastofnunar segir einnig að rannsóknir fara fram árlega á því hvar seiði finnast á þessu svæði sem verður borið saman við rannsóknir á dreifingu fullorðna laxins. Er samanburður þessara tveggja rannsókna einkar spennandi, að mati Veiðimálastofnunar. Svæðið frá Efrifossi að hliðaránni Hrútá eru rúmlega 11 kílómetra en það var fyrsta markmið að laxinn dreifði sér þangað og styttist í að það verði að veruleika. Á þessu svæði eru góð búsvæði fyrir lax. Töluvert margir kílómetrar eru fiskgengir þar fyrir ofan en þau svæði eru lítt könnuð með tilliti til uppeldisskilyrða fyrir laxinn. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði