Rótlaus sál sem bar harm sinn í hljóði 29. nóvember 2012 12:57 Flutti utan 1870 og sneri ekki aftur til íslands nema sem gestur, í síðara skiptið árið 1930 þar sem hann var viðstaddur Alþingishátíðina. Hér sést hann á bát við Viðey. MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI-NONNASAFN Flestir Íslendingar þekkja Nonnabækurnar eftir Jón Sveinsson. Jón var einn þekktasti Íslendingur síns tíma og bækur hans þýddar á tugi tungumála. En þrátt fyrir ævintýralegt lífshlaup hefur saga hans ekki verið sögð fyrr en nú. Út er komin bókin Pater Jón Sveinsson - Nonni hjá bókaútgáfunni Opnu, en þar skráir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ævisögu Jóns, sem yfirgaf föðurland sitt 1870, gerðist kaþólskur prestur og kennari meðal Jesúíta og ferðaðist um allan heim. Frá unga aldri skrifaði hann sögur sem urðu að miklu höfundarverki og bækurnar um Nonna urðu víðfrægar. Jón lést í Þýskalandi undir lok seinna stríðs. Gunnar F. Guðmundsson hefur unnið að bókinni meðfram öðrum verkefnum síðan snemma árs 2006 en hafði viðað að sér efni áður. Hann minnist þess þegar hann las Nonnabækurnar í æsku og heillaðist af sumum þeirra. Síðar kynntist hann Haraldi Hannessyni, sem var góður vinur Nonna og hafði tekið sér fyrir hendur að leita að heimildum um hann eftir að hann dó. "Þá vissu fáir hvað hafði orðið um veraldlegar eigur Jóns. Haraldur fór á stúfana fljótlega eftir að stríðinu lauk, fann þessar heimildir og fékk leyfi til að flytja þær til Íslands. Hann geymdi þessar heimildir heima hjá sér og bjó um þær með mikilli prýði. Ég var góður kunningi Haralds og sá hjá honum Nonnasafnið og heyrði hann oft segja frá Nonna, sem var líka til þess fallið að vekja áhuga minn á Jóni Sveinssyni." Haraldur ætlaði sjálfur að skrifa ævisögu Nonna. Tími hans fór hins vegar að mestu í að flokka heimildirnar, skrá þær og búa um þær. "Hann gerði það af svo mikilli vandvirkni að ég bjó að því. Haraldur á því ekki lítinn þátt í því að koma ævisögu Nonna á framfæri og á mikinn heiður skilinn." Gunnar lýsir Jóni sem rótlausri sál sem glímdi við mikla togstreitu. "Jón var tættur maður á tímabili en þegar hann hann fékk frelsi til þess að gera það sem hugurinn stóð til fann hann hamingjuna. Ein bókin heitir „Hvernig Nonni“ varð hamingjusamur. Þar gefur Jón í skyn að hann hafi fundið hamingjuna þegar hann kynntist kaþólsku kirkjunni og fór í skóla til Frakklands. Ég held aftur á móti að hann hafi í raun og veru ekki orðið hamingjusamur fyrr en hann var leystur undan öllum skyldukvöðum innan reglunnar og fékk leyfi til þess að fylgja köllun sinni eftir, sem var að skrifa. Það gerðist ekki fyrr en hann var kominn hátt á sextugsaldur." Þrátt fyrir farsæld á ýmsum sviðum var ævi Jóns líka þyrnum stráð. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu þögull Jón hafi verið um myrku tímabilin á ævi sinni. "Hann komst að raun um það þegar hann las dagbækur föður síns að bernskuár sín hefðu alls ekki verið sólrík og björt heldur þvert á móti. Lífið var endalaust basl, harðræði og veikindi. Hann minnist hins vegar aldrei á það í Nonnabókunum og ekki heldur frá því mótlæti hann varð fyrir síðar á ævinni. Það átti allt að vera svo bjart og fagurt í Nonnabókunum, það var í samræmi við þann boðskap sem hann vildi að bækur sínar flyttu öðru fólki. Það er óhætt að segja að Jón bar harm sinni í hljóði." Menning Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Flestir Íslendingar þekkja Nonnabækurnar eftir Jón Sveinsson. Jón var einn þekktasti Íslendingur síns tíma og bækur hans þýddar á tugi tungumála. En þrátt fyrir ævintýralegt lífshlaup hefur saga hans ekki verið sögð fyrr en nú. Út er komin bókin Pater Jón Sveinsson - Nonni hjá bókaútgáfunni Opnu, en þar skráir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ævisögu Jóns, sem yfirgaf föðurland sitt 1870, gerðist kaþólskur prestur og kennari meðal Jesúíta og ferðaðist um allan heim. Frá unga aldri skrifaði hann sögur sem urðu að miklu höfundarverki og bækurnar um Nonna urðu víðfrægar. Jón lést í Þýskalandi undir lok seinna stríðs. Gunnar F. Guðmundsson hefur unnið að bókinni meðfram öðrum verkefnum síðan snemma árs 2006 en hafði viðað að sér efni áður. Hann minnist þess þegar hann las Nonnabækurnar í æsku og heillaðist af sumum þeirra. Síðar kynntist hann Haraldi Hannessyni, sem var góður vinur Nonna og hafði tekið sér fyrir hendur að leita að heimildum um hann eftir að hann dó. "Þá vissu fáir hvað hafði orðið um veraldlegar eigur Jóns. Haraldur fór á stúfana fljótlega eftir að stríðinu lauk, fann þessar heimildir og fékk leyfi til að flytja þær til Íslands. Hann geymdi þessar heimildir heima hjá sér og bjó um þær með mikilli prýði. Ég var góður kunningi Haralds og sá hjá honum Nonnasafnið og heyrði hann oft segja frá Nonna, sem var líka til þess fallið að vekja áhuga minn á Jóni Sveinssyni." Haraldur ætlaði sjálfur að skrifa ævisögu Nonna. Tími hans fór hins vegar að mestu í að flokka heimildirnar, skrá þær og búa um þær. "Hann gerði það af svo mikilli vandvirkni að ég bjó að því. Haraldur á því ekki lítinn þátt í því að koma ævisögu Nonna á framfæri og á mikinn heiður skilinn." Gunnar lýsir Jóni sem rótlausri sál sem glímdi við mikla togstreitu. "Jón var tættur maður á tímabili en þegar hann hann fékk frelsi til þess að gera það sem hugurinn stóð til fann hann hamingjuna. Ein bókin heitir „Hvernig Nonni“ varð hamingjusamur. Þar gefur Jón í skyn að hann hafi fundið hamingjuna þegar hann kynntist kaþólsku kirkjunni og fór í skóla til Frakklands. Ég held aftur á móti að hann hafi í raun og veru ekki orðið hamingjusamur fyrr en hann var leystur undan öllum skyldukvöðum innan reglunnar og fékk leyfi til þess að fylgja köllun sinni eftir, sem var að skrifa. Það gerðist ekki fyrr en hann var kominn hátt á sextugsaldur." Þrátt fyrir farsæld á ýmsum sviðum var ævi Jóns líka þyrnum stráð. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu þögull Jón hafi verið um myrku tímabilin á ævi sinni. "Hann komst að raun um það þegar hann las dagbækur föður síns að bernskuár sín hefðu alls ekki verið sólrík og björt heldur þvert á móti. Lífið var endalaust basl, harðræði og veikindi. Hann minnist hins vegar aldrei á það í Nonnabókunum og ekki heldur frá því mótlæti hann varð fyrir síðar á ævinni. Það átti allt að vera svo bjart og fagurt í Nonnabókunum, það var í samræmi við þann boðskap sem hann vildi að bækur sínar flyttu öðru fólki. Það er óhætt að segja að Jón bar harm sinni í hljóði."
Menning Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira