Rokkaradóttirin Eve Hewson er fáránlega svöl í nýjasta hefti tímaritsins Flaunt. Þessi 21 árs stúlka er ekki bara þekkt leikkona heldur líka dóttir Bono, söngvara hljómsveitarinnar U2.
Nýjasta mynd Eve heitir This Must Be The Place en þar fer hún á kostum ásamt Sean Penn og Frances McDormand.
Pæja í bleikuMyndin fjallar um rokkstjörnu sem er sest í helgan stein í Dyflinni en ferðast til New York til að finna manninn sem auðmýkti föður hans heitinn í seinni heimsstyrjöldinni.