Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 27-26 | N1 deild karla Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. nóvember 2012 00:01 Mynd/Daníel Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik. Liðið gat skorað að vild og varnarleikurinn var að mestu góður. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik 19-13 og hefði sá munur hæglega getað verið meiri. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt að minnka muninn í þrjú mörk 19-16. Haukar skoruðu ekki fyrr en á sjöundu mínútu hálfleiksins en þá vöknuðu heimamenn á ný og komust sjö mörkum yfir 24-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. ÍR-ingar svörðu með fimm mörkum í röð á sex mínútum og upp hófst æsispennandi endasprettur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka og kom Haukum í 27-25 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn út víti og Kristófer Fannar sem hafði engan vegin náð sér á strik í leiknum varði tvö skot í síðustu sókn Hauka og ÍR fékk tækifæri til að jafna. Ingimundur Ingimundarson átti síðasta skot leiksins, Aron Rafn varði í slána, boltinn fór þaðan í bakið á Aroni, á marklínuna og út. Þar með var sigur Hauka staðreynd. Haukar eru því á ný komnir með sex stiga forystu í deildinni en ÍR er enn í þriðja sæti, átta stigum á eftir Haukum. Aron: Of margir sem melduðu sig út úr leiknum„Mér fannst við koma ágætlega inn í leikinn þó við höfum verið passívir í vörninni til að byrja með. Við náðum upp að vera ákveðnari í 6-0 vörninni og þá náðum við tökum á henni. Við náðum þá ágætu forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin líka. Við skorum einhver 19 mörk í fyrri hálfleik en mætum gjörsamlega á hælunum inn í seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í sóknarleikinn og alla áræðni. „Við áttum í miklum erfiðleikum í sókninni af því að við sóttum ekki almennilega á markið úr kerfunum okkar. Við hleypum þeim inn í leikinn en náum aftur forskoti. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn vegna þess að við erum komnir á hælana. Það er oft erfitt að rífa sig upp aftur. „Það voru of margir sem hreinlega melduðu sig út úr leiknum en í fyrri hálfleik virkaði allt mjög vel. Í seinni hálfleik voru þó nokkrir sem stimpluðu sig út og því varð þetta erfiðara en það þurfti en við sýndum mikla sigur hugsun og karakter að klára sigur," sagði Aron. Haukar misstu Elías Má Halldórsson útaf meiddan í annarri sókn Hauka í seinni hálfleik. Aron taldi það ekki hafa orsakað slaka spilamennsku Hauka í seinni hálfleik. „Mér fannst við dottnir niður á hælana fyrir það. Það vantaði allt bit strax í fyrstu sókninni. Árni Steinn átti kafla þar sem hann fann sig illa og var þreyttur og þetta gerði það að verkum að við gátum ekki hvílt hann í sókninni. „Helminginn af leiknum spilum við frábæran handbolta en svo dettum við alveg niður. Okkar vandi er að halda einbeitingunni. Botninn okkar er ekki nógu hátt uppi. við erum ekki nógu góðir til að geta mætt með 80% einbeitingu og unnið örugglega. Við þurfum að vera 100% til að gera þetta almennilega. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Við leikum mjög vel en dettum svo niður sem er algjör óþarfi. Við bjuggum til gott forskot með góðri spilamennsku en menn þurfa að halda áfram að keyra þó þeir séu komnir með gott forskot," sagði Aron að lokum. Bjarki: Fyrri hálfleikur hreinlega stórslys„Þetta er sárgrætilegt. Ég er mjög svekktur yfir að hafa tapað þessum stigum. Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti annað stigið. Fyrri hálfleikur var hreinlega stórslys af okkar hálfu,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við töluðum saman í hálfleik að koma með grimmd inn í þetta. Við spiluðum seinni hálfleik á móti Aftureldingu af mikilli grimmd, vörnin kom og markvarsla og það gerðist aftur hér. Markvarslan kom í seinni hálfleik sem betur fer en við þurfum að keyra í 60 mínútur, við getum ekki boðið okkur upp á að vera bara í 30 mínútum. „Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik. Við lentum í brotsjó og náðum varla skoti á markið. Þetta var leikur kattarins að músinni. „Það er erfitt að vinna þetta forskot upp. Haukar eru með vel skipulagt lið og þeir spila fanta vörn og treysta á hraðaupphlaup. Við vissum að við þyrftum að fella þá á þeirra eigin bragði. Varnarlega hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki boðlegt. Það gekk ekkert upp. Allt sem fór framhjá vörninni fór inn í markið. „Seinni hálfleikurinn lofar mjög góðu. Nú þurfum við bara að taka það góða úr þessum 30 mínútum og taka það inn á móti Akureyri á miðvikudaginn. „Varnarleikurinn var góður og við fundum glufur í sókninni í seinni hálfleik. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum og þeir voru mikið manni færri. Við unnum okkur vel inn í leikinn en vörnin var frábær þessar 30 mínútur. Það er ömurlegt að fara hundsvekktur með tap á bakinu í stað þess að fá eitt stig. „Ég held að það sé eitt af tíu svona skotum sem fer út. Öll hin fara inn,“ sagði Bjarki um síðasta skot leiksins hjá ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik. Liðið gat skorað að vild og varnarleikurinn var að mestu góður. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik 19-13 og hefði sá munur hæglega getað verið meiri. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt að minnka muninn í þrjú mörk 19-16. Haukar skoruðu ekki fyrr en á sjöundu mínútu hálfleiksins en þá vöknuðu heimamenn á ný og komust sjö mörkum yfir 24-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. ÍR-ingar svörðu með fimm mörkum í röð á sex mínútum og upp hófst æsispennandi endasprettur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka og kom Haukum í 27-25 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn út víti og Kristófer Fannar sem hafði engan vegin náð sér á strik í leiknum varði tvö skot í síðustu sókn Hauka og ÍR fékk tækifæri til að jafna. Ingimundur Ingimundarson átti síðasta skot leiksins, Aron Rafn varði í slána, boltinn fór þaðan í bakið á Aroni, á marklínuna og út. Þar með var sigur Hauka staðreynd. Haukar eru því á ný komnir með sex stiga forystu í deildinni en ÍR er enn í þriðja sæti, átta stigum á eftir Haukum. Aron: Of margir sem melduðu sig út úr leiknum„Mér fannst við koma ágætlega inn í leikinn þó við höfum verið passívir í vörninni til að byrja með. Við náðum upp að vera ákveðnari í 6-0 vörninni og þá náðum við tökum á henni. Við náðum þá ágætu forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin líka. Við skorum einhver 19 mörk í fyrri hálfleik en mætum gjörsamlega á hælunum inn í seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í sóknarleikinn og alla áræðni. „Við áttum í miklum erfiðleikum í sókninni af því að við sóttum ekki almennilega á markið úr kerfunum okkar. Við hleypum þeim inn í leikinn en náum aftur forskoti. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn vegna þess að við erum komnir á hælana. Það er oft erfitt að rífa sig upp aftur. „Það voru of margir sem hreinlega melduðu sig út úr leiknum en í fyrri hálfleik virkaði allt mjög vel. Í seinni hálfleik voru þó nokkrir sem stimpluðu sig út og því varð þetta erfiðara en það þurfti en við sýndum mikla sigur hugsun og karakter að klára sigur," sagði Aron. Haukar misstu Elías Má Halldórsson útaf meiddan í annarri sókn Hauka í seinni hálfleik. Aron taldi það ekki hafa orsakað slaka spilamennsku Hauka í seinni hálfleik. „Mér fannst við dottnir niður á hælana fyrir það. Það vantaði allt bit strax í fyrstu sókninni. Árni Steinn átti kafla þar sem hann fann sig illa og var þreyttur og þetta gerði það að verkum að við gátum ekki hvílt hann í sókninni. „Helminginn af leiknum spilum við frábæran handbolta en svo dettum við alveg niður. Okkar vandi er að halda einbeitingunni. Botninn okkar er ekki nógu hátt uppi. við erum ekki nógu góðir til að geta mætt með 80% einbeitingu og unnið örugglega. Við þurfum að vera 100% til að gera þetta almennilega. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Við leikum mjög vel en dettum svo niður sem er algjör óþarfi. Við bjuggum til gott forskot með góðri spilamennsku en menn þurfa að halda áfram að keyra þó þeir séu komnir með gott forskot," sagði Aron að lokum. Bjarki: Fyrri hálfleikur hreinlega stórslys„Þetta er sárgrætilegt. Ég er mjög svekktur yfir að hafa tapað þessum stigum. Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti annað stigið. Fyrri hálfleikur var hreinlega stórslys af okkar hálfu,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við töluðum saman í hálfleik að koma með grimmd inn í þetta. Við spiluðum seinni hálfleik á móti Aftureldingu af mikilli grimmd, vörnin kom og markvarsla og það gerðist aftur hér. Markvarslan kom í seinni hálfleik sem betur fer en við þurfum að keyra í 60 mínútur, við getum ekki boðið okkur upp á að vera bara í 30 mínútum. „Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik. Við lentum í brotsjó og náðum varla skoti á markið. Þetta var leikur kattarins að músinni. „Það er erfitt að vinna þetta forskot upp. Haukar eru með vel skipulagt lið og þeir spila fanta vörn og treysta á hraðaupphlaup. Við vissum að við þyrftum að fella þá á þeirra eigin bragði. Varnarlega hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki boðlegt. Það gekk ekkert upp. Allt sem fór framhjá vörninni fór inn í markið. „Seinni hálfleikurinn lofar mjög góðu. Nú þurfum við bara að taka það góða úr þessum 30 mínútum og taka það inn á móti Akureyri á miðvikudaginn. „Varnarleikurinn var góður og við fundum glufur í sókninni í seinni hálfleik. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum og þeir voru mikið manni færri. Við unnum okkur vel inn í leikinn en vörnin var frábær þessar 30 mínútur. Það er ömurlegt að fara hundsvekktur með tap á bakinu í stað þess að fá eitt stig. „Ég held að það sé eitt af tíu svona skotum sem fer út. Öll hin fara inn,“ sagði Bjarki um síðasta skot leiksins hjá ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira