Helgi Valur Daníelsson skoraði mark AIK gegn ítalska liðinu Napoli í Evrópudeild UEFA í kvöld en það dugði á endanum ekki til.
Helgi Valur jafnaði metin fyrir sína menn með marki á 35. mínútu leiksins. Lengi vel leit út fyrir að það yrðu úrslit leiksins en Edinson Cavani tryggði Napoli sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 94. mínútu.
Þar með er ljóst að AIK er úr leik í Evrópudeildinni þetta tímabilið. Napoli tryggði sér með sigrinum sæti í 32-liða úrslitum.
Mark Helga Vals dugði ekki til
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti

