Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum? 20. nóvember 2012 11:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson. Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn