Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðvörðurinn Nemanja Vidic gæti verið klár í slaginn gegn Cluj í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.
Reiknað var með því að Vidic, sem hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla síðan í september, myndi snúa aftur á völlinn í kringum jólin. Endurhæfing kappans hefur gengið betur en vonir stóðu til og Ferguson segir að það kæmi honum ekki á óvart ef Vidic spilaði gegn Cluj.
„Góðir varnarmenn vinna deildina. Það væri gaman að sjá hann spila í Meistaradeildinni gegn Cluj á miðvikudag," segir Ferguson en leikurinn er þýðingarlaus fyrir United sem þegar hefur tryggt sér sigur í riðlinum.
Síðan Vidic fór meiddur af velli í 1-0 sigri á Galatasaray 19. september hefur United spilað sextán leiki. Í aðeins tveimur þeirra hefur liðinu tekist að halda hreinu.
Ferguson tjáði sig einnig um meiðsli portúgalska kantmannsins Nani.
„Nani verður frá í fjórar til fimm vikur til viðbótar," sagði Ferguson. Hann staðfesti einnig að United yrði án Antonio Valencia þegar liðið mætir Reading á útivelli á morgun.
Vidic gæti snúið aftur í næstu viku
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1