Fótbolti

FCK vann toppslaginn í Danmörku

SÁP skrifar
FC København bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 4-1, á Parken, heimavelli FCK, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK en Sölvi Geir Ottesen og Rúrik Gíslason voru ekki í leikmannahópi heimamanna.

Thomas Delaney skoraði fyrsta mark leiksins fyrir FCK en það var síðan César Sántin sem gerði tvö næstu mörk heimamanna og staðan orðin 3-0.

Nordsjælland náði að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Mikkel Beckmann skoraði úr vítaspyrnu en það var Andreas Cornelius sem gulltryggði sigur FCK undir lok leiksins og endaði hann 4-1.

FC København er í efsta sæti deildarinnar með 44 stig, níu stigum á undan Nordsjælland sem er í því öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×