Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu jafnaði sína bestu stöðu á heimslista FIFA sem var birtur í dag en liðið er í 15. sæti – og fer liðið upp um eitt sæti frá því í ágúst. Í Evrópu er Ísland í 9. sæti og er það óbreytt staða. Bandaríkin eru í efsta sæti listans, Þýskaland kemur þar á eftir.
20 efstu kvennalandsliðinu á heimslistanum eru:
1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Japan
4. Brasilía
5. Frakkland
6. Svíþjóð
7. Kanada
8. England
9.-10. Ástralía
9.-10. Norður-Kórea
11. Ítalía
12. Noregur
13. Danmörk
14. Holland
15. Ísland
16. Suður-Kórea
17. Kína
18. Spánn
19. Finnland
20. Rússland
Íslenska kvennalandsliðið í 15. sæti heimslistans

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti
