Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2012 15:18 Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira