Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 27-17 Benedikt Grétarsson á Ásvöllum skrifar 6. desember 2012 15:00 Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir. Eflaust bjuggust flestir við öruggum heimasigri Hauka í kvöld, ekki síst þegar leikskýrslan kom glóðvolg úr prentaranum. Leikskýrslan leiddi nefnilega í ljós að Afturelding myndi ekki njóta krafta Örn Inga Bjarkasonar, Böðvars Páls Ásgeirssonar og Hilmars Stefánssonar í leiknum. Haukar söknuðu Jón Þorbjörns Jóhanssonar og Elíasar Más Halldórssonar en hafa mun breiðari leikmannahóp á sínum snærum og mega frekar við skakkaföllum en Afturelding. Gestirnir mættu engu að síður grimmir til leiks og fögnuðu ógurlega öllum góðum hlutum inni á vellinum. Afturelding komst í 4:5 og Haukar ekki almennilega í takti við leikinn. Leikhlé Arons, þjálfara Hauka, virkaði hins vegar sem vítamínsprauta á heimamenn og þeir skoruðu fimm mörk gegn einu á skammri stundu og náðu undurtökunum. Haukarnir mölluðu áfram til leikhlés og höfðu fjögurra marka forskot að honum loknum, 12:8. Afturelding varð fyrir blóðtöku á 25. mínútu leiksins þegar skyttan Sverrir Hermannsson snéri sig illa á ökkla og þurfti að yfirgefa völlinn á sjúkrabörum. Það var því ljóst að gestanna biði erfitt verkefni í síðari hálfleik og það varð raunin. Jafnræði var með liðunum ti að byrja með í síðari hálfleik en síðan fór að koma í ljós getumunurinn á liðunum og Haukarnir byrjuðu hægt og rólega að mylja undir sig ráðþrota gestina. Þegar 17 mínútur voru til leiksloka, voru Haukar komnir með sjö marka forskot og aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Báðir þjálfarar gáfu óreyndari leikmönnum sénsinn á lokamínútum leiksins og þar komu leikmenn Hauka sterkari til leiks. Niðurstaðan, 10 marka sigur Hauka og var sá sigur síst of stór. Adam Haukur Baumruk spilaði vel fyrir Hauka og heljarmennið Matthías Árni Ingimarsson batt vörnina saman með myndarbrag. Árni Steinn var ógnandi allan leikinn og Egill Eiríksson átti fína innkomu undir lok leiksins. Gestirnir úr Mosfellsdalnum voru skrefinu á eftir í kvöld en eiga hrós skilið fyrir fína baráttu. Jóhann Jóhannsson var þeirra besti maður og markverðirnir skiluðu 14 vörðum skotum á milli sín. Þrándur Gíslason var drjúgur og einstaklega laginn að koma sér í færi eftir hraða miðju.Aron Kristjánsson: Skrýtið að vera skammaður fyrir eins marks sigra Aron Kristjánsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan sigur sinna manna. „Þetta var smá basl í fyrri hálfleik en við náðum að fara inn í hálfleikinn með þægilegt forskot og það gerði þetta auðveldara í síðari hálfleik. Mér fannst vanta áræðni í sóknarleiknum en það skánaði í síðari hálfleik og niðurstaðan sanngjarn sigur.“ Aron leggur allt kapp á að mæta tilbúnir í næsta leik gagn Val og fara í jólafrí með 8 stiga forskot hið minnsta. „Við ætlum að klára þetta vel og fara stoltir í jólafríið, annað kemur ekki til greina. Haukar eru komnir í þá skrýtnu stöðu að fólk nánast skammast í liðinu fyrir að vinna leiki með aðeins einu marki en Haukarnir höfðu einmitt sigrað síðustu 3 leiki með minnsta mun. „Fólk er bara ekki alltaf alveg niðri á jörðinni og þegar sigrarnir verða margir, verður fólkið oft ansi kröfuhart. Við reynum bara að halda okkar einbeitingu og eins og ég hef margoft sagt, þá erum við ekkert frábærir ef við mætum ekki tilbúnir í leikina,“ sagði Aron að lokum.Aron Rafn Eðvarðsson: Ætla að fara á EM Aron Rafn átti ágætan leik í marki Hauka og hann var sáttur eftir leikinn. „Þetta var þægilegt í kvöld og bara fínt að vinna síðasta heimaleikinn á árinu. Við vorum með þennan leik allan tímann og það hjálpaði þeim ekki að vera með lykilmenn í meiðslum.“ Aron er spenntur fyrir komandi verkefnum. „Ég stefni auðvitað á aðvera í landsliðshópnum sem keppir á EM í janúar og svo er auðvitað deildarbikarinn á milli jóla og nýárs. Ég held reyndar að ég sé eini leikmaður liðsins sem hlakkar til að spila í þeim ágæta bikar. Strandgatan er toppurinnReynir Þór Reynisson: Við vissum ekki hvað snéri upp né niður í kvöld Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var dapur í bragði eftir leikinn. „Við hefðum þurft að hafa leikskipulagið betra gegn þessu sterka Haukaliði í kvöld en við vissum hreinlega ekki hvað snéri upp né niður á löngum köflum.“ Reynir gat ekki kvartað undan úrslitum leiksins. „Við áttum ekki séns í þessum leik og vorum yfirspilaðir á köflum. Þeir eru bara sterkir og erfiðir viðureignar, tala nú ekki um þegar við erum svona laskaðir eins og við erum núna.“ Olís-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir. Eflaust bjuggust flestir við öruggum heimasigri Hauka í kvöld, ekki síst þegar leikskýrslan kom glóðvolg úr prentaranum. Leikskýrslan leiddi nefnilega í ljós að Afturelding myndi ekki njóta krafta Örn Inga Bjarkasonar, Böðvars Páls Ásgeirssonar og Hilmars Stefánssonar í leiknum. Haukar söknuðu Jón Þorbjörns Jóhanssonar og Elíasar Más Halldórssonar en hafa mun breiðari leikmannahóp á sínum snærum og mega frekar við skakkaföllum en Afturelding. Gestirnir mættu engu að síður grimmir til leiks og fögnuðu ógurlega öllum góðum hlutum inni á vellinum. Afturelding komst í 4:5 og Haukar ekki almennilega í takti við leikinn. Leikhlé Arons, þjálfara Hauka, virkaði hins vegar sem vítamínsprauta á heimamenn og þeir skoruðu fimm mörk gegn einu á skammri stundu og náðu undurtökunum. Haukarnir mölluðu áfram til leikhlés og höfðu fjögurra marka forskot að honum loknum, 12:8. Afturelding varð fyrir blóðtöku á 25. mínútu leiksins þegar skyttan Sverrir Hermannsson snéri sig illa á ökkla og þurfti að yfirgefa völlinn á sjúkrabörum. Það var því ljóst að gestanna biði erfitt verkefni í síðari hálfleik og það varð raunin. Jafnræði var með liðunum ti að byrja með í síðari hálfleik en síðan fór að koma í ljós getumunurinn á liðunum og Haukarnir byrjuðu hægt og rólega að mylja undir sig ráðþrota gestina. Þegar 17 mínútur voru til leiksloka, voru Haukar komnir með sjö marka forskot og aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Báðir þjálfarar gáfu óreyndari leikmönnum sénsinn á lokamínútum leiksins og þar komu leikmenn Hauka sterkari til leiks. Niðurstaðan, 10 marka sigur Hauka og var sá sigur síst of stór. Adam Haukur Baumruk spilaði vel fyrir Hauka og heljarmennið Matthías Árni Ingimarsson batt vörnina saman með myndarbrag. Árni Steinn var ógnandi allan leikinn og Egill Eiríksson átti fína innkomu undir lok leiksins. Gestirnir úr Mosfellsdalnum voru skrefinu á eftir í kvöld en eiga hrós skilið fyrir fína baráttu. Jóhann Jóhannsson var þeirra besti maður og markverðirnir skiluðu 14 vörðum skotum á milli sín. Þrándur Gíslason var drjúgur og einstaklega laginn að koma sér í færi eftir hraða miðju.Aron Kristjánsson: Skrýtið að vera skammaður fyrir eins marks sigra Aron Kristjánsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan sigur sinna manna. „Þetta var smá basl í fyrri hálfleik en við náðum að fara inn í hálfleikinn með þægilegt forskot og það gerði þetta auðveldara í síðari hálfleik. Mér fannst vanta áræðni í sóknarleiknum en það skánaði í síðari hálfleik og niðurstaðan sanngjarn sigur.“ Aron leggur allt kapp á að mæta tilbúnir í næsta leik gagn Val og fara í jólafrí með 8 stiga forskot hið minnsta. „Við ætlum að klára þetta vel og fara stoltir í jólafríið, annað kemur ekki til greina. Haukar eru komnir í þá skrýtnu stöðu að fólk nánast skammast í liðinu fyrir að vinna leiki með aðeins einu marki en Haukarnir höfðu einmitt sigrað síðustu 3 leiki með minnsta mun. „Fólk er bara ekki alltaf alveg niðri á jörðinni og þegar sigrarnir verða margir, verður fólkið oft ansi kröfuhart. Við reynum bara að halda okkar einbeitingu og eins og ég hef margoft sagt, þá erum við ekkert frábærir ef við mætum ekki tilbúnir í leikina,“ sagði Aron að lokum.Aron Rafn Eðvarðsson: Ætla að fara á EM Aron Rafn átti ágætan leik í marki Hauka og hann var sáttur eftir leikinn. „Þetta var þægilegt í kvöld og bara fínt að vinna síðasta heimaleikinn á árinu. Við vorum með þennan leik allan tímann og það hjálpaði þeim ekki að vera með lykilmenn í meiðslum.“ Aron er spenntur fyrir komandi verkefnum. „Ég stefni auðvitað á aðvera í landsliðshópnum sem keppir á EM í janúar og svo er auðvitað deildarbikarinn á milli jóla og nýárs. Ég held reyndar að ég sé eini leikmaður liðsins sem hlakkar til að spila í þeim ágæta bikar. Strandgatan er toppurinnReynir Þór Reynisson: Við vissum ekki hvað snéri upp né niður í kvöld Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var dapur í bragði eftir leikinn. „Við hefðum þurft að hafa leikskipulagið betra gegn þessu sterka Haukaliði í kvöld en við vissum hreinlega ekki hvað snéri upp né niður á löngum köflum.“ Reynir gat ekki kvartað undan úrslitum leiksins. „Við áttum ekki séns í þessum leik og vorum yfirspilaðir á köflum. Þeir eru bara sterkir og erfiðir viðureignar, tala nú ekki um þegar við erum svona laskaðir eins og við erum núna.“
Olís-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira