Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 6. desember 2012 14:29 Gylfi Þór Sigurðsson. Nordic Photos/ Gety Images Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti