Fótbolti

Celtic í sextán liða úrslit | Chelsea úr leik

Gary Hopper fagnar marki sínu fyrir Celtic í kvöld.
Gary Hopper fagnar marki sínu fyrir Celtic í kvöld.
Skoska liðið Celtic er komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en Chelsea sat áfram með sárt ennið þrátt fyrir stórsigur gegn Nordsjælland.

Shaktar var með betri innbyrðis stöðu gegn Chelsea og komst því áfram. Chelsea er fyrsta meistaraliðið sem fellur úr leik í riðlakeppninni.

Barcelona varð svo fyrir áfalli í kvöld er Lionel Messi var borinn af velli gegn Benfica. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.

Sir Alex Ferguson gerði tíu breytingar á liði Man. Utd sem mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Cluj sem komst þó ekki áfram.

Úrslit kvöldsins:

Shaktar - Juventus 0-1

0-1 Olexandr Kucher, sjm (56.)

Chelsea - Nordsjælland 6-1

1-0 David Luiz, víti (37.), 2-0 Fernando Torres (45.+2), 2-1 Joshua John (46.), 3-1 Gary Cahill (51.), 4-1 Fernando Torres (56.), 5-1 Juan Mata (63.), 6-1 Oscar (71.)

Lokastaðan í E-riðli: Juventus 12, Shaktar 10, Chelsea 10, Nordsjælland 1.

Bayern München - BATE Borisov 4-1

1-0 Mario Gomez (20.), 2-0 Thomas Müller (54.), 3-0 Mario Gomez (66.), 4-0 David Alaba (83.), 4-1 Yegor Filipenko (88.)

Lille - Valencia 0-1

0-1 Jonas, víti (36.),

Lokastaðan í F-riðli: Bayern 13, Valencia 13, BATE 6, Lille 3.

Celtic - Spartak moskva 2-1

1-0 Gary Hooper (20.), 1-1 Ari (38.), 2-1 Kris Commons, víti (82.)

Barcelona - Benfica 0-0

Lokastaðan í G-riðli: Barcelona 13, Celtic 10, Benfica 8, Spartak 3.

Braga - Galatasaray 1-2

1-0 Mossoró (31.), 1-1 Nordin Amrabat (58.), 1-2 Aydin Yilmaz (77.)

Man. Utd - CFR Cluj 0-1

0-1 Luis Alberto (56.)

Lokastaðan í H-riðli: Man. Utd 12, Galatasaray 10, Cluj 10, Braga 3.

Þessi lið komust áfram í sextán liða úrslit:

A riðill: PSG, Porto

B-riðill: Schalke, Arsenal

C- riðill: Malaga, AC Milan

D-riðill: Dortmund, Real Madrid

E-riðill: Juventus, Shakhtar Donetsk

F-riðill: Bayern Munich, Valencia

G-riðill: Barcelona, Celtic

H-riðill: Manchester United, Galatasaray








Fleiri fréttir

Sjá meira


×