Ekki er langt þangað til þetta ár kveður okkur og hið nýja tekur við. Nú eru stjörnuspekúlantar byrjaðir að horfa um öxl og gera upp árið. Búið er að birta lista yfir verst klæddu konurnar árið 2012.
Þær eiga það flestar sameiginlegt að elska litrík og ögrandi dress og þeim virðist vera slétt sama um hvað fólki finnst um þær. Ekkert nema gott um það að segja – lifi tjáningarfrelsið!