Golf

Fyrrum eiginkona Tiger Woods reisir 2000 fermetra glæsihýsi

Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, er á grænni grein eftir skilnaðinn við atvinnkylfinginn.
Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, er á grænni grein eftir skilnaðinn við atvinnkylfinginn. Nordic Photos / Getty Images
Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, er á grænni grein eftir skilnaðinn við atvinnkylfinginn. Nordegren, sem er sænsk, fékk um 13 milljarða kr. eftir skilnaðinn við Tiger Woods, og hún hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýtt heimili sem rís við North Palm ströndin við Flórída. Það ætti að fara vel fjölskyldu hennar í því húsi enda er það um 2000 fermetrar.

Greint er frá glæsihýsinu í Daily Mail og þar má sjá myndir sem segja allt sem segja þarf.

Byggingin hefur vakið athygli vestanhafs þar sem að hin 32 ára gamla Elin keypti hús sem stóð á lóðinni fyrir um 1,5 milljarð kr. Húsið sem var byggt árið 1932 var jafnað við jörðu og hafist var handa við að reisa glæsihýsið.

Elin á tvö börn með Tiger Woods, en þau skildu árið 2010, eftir að upp komst um tvöfalt líf kylfingsins sem hafði ekki virt hinar gullnu reglur hjónabandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×