Dómarar eru ekki vanir að tjá sig um einstaka dóma eða eigin frammistöðu í leikjum. Í ansi mörgum tilfellum mega þeir það einfaldlega ekki.
Þýski stórdómarinn Wolfgang Stark hlustar ekki á neitt slíkt. Hann hefur nú tjáð sig um umdeilt atvik í leik Dortmund og Wolfsburg um síðustu helgi.
Þá rak hann leikmann Dortmund af velli fyrir að verja boltann með hendi á línunni. Þá leiddi Dortmund 1-0 en tapaði að lokum 2-3 og er fyrir vikið nánast búið að missa af þýska meistaratitlinum.
Endursýningar í sjónvarpi sýndu aftur á móti að leikmaður Dortmund varði boltann alls ekki með hendinni.
"Ég biðst afsökunar á þessu. Þetta voru mistök hjá mér. Ég er búinn að skoða atvikið á myndbandi. Í rauntíma fannst mér vera augljóst að boltinn hefði farið í hendi leikmannsins. Ég gat því ekki annað en dæmt víti og rekið leikmanninn af velli. Ég gerði aftur á móti mistök," sagði Stark.
Hægt er að sjá myndband af þessu atviki hér að ofan.
Stark viðurkennir mistök
Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti



„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
