Dómarar eru ekki vanir að tjá sig um einstaka dóma eða eigin frammistöðu í leikjum. Í ansi mörgum tilfellum mega þeir það einfaldlega ekki.
Þýski stórdómarinn Wolfgang Stark hlustar ekki á neitt slíkt. Hann hefur nú tjáð sig um umdeilt atvik í leik Dortmund og Wolfsburg um síðustu helgi.
Þá rak hann leikmann Dortmund af velli fyrir að verja boltann með hendi á línunni. Þá leiddi Dortmund 1-0 en tapaði að lokum 2-3 og er fyrir vikið nánast búið að missa af þýska meistaratitlinum.
Endursýningar í sjónvarpi sýndu aftur á móti að leikmaður Dortmund varði boltann alls ekki með hendinni.
"Ég biðst afsökunar á þessu. Þetta voru mistök hjá mér. Ég er búinn að skoða atvikið á myndbandi. Í rauntíma fannst mér vera augljóst að boltinn hefði farið í hendi leikmannsins. Ég gat því ekki annað en dæmt víti og rekið leikmanninn af velli. Ég gerði aftur á móti mistök," sagði Stark.
Hægt er að sjá myndband af þessu atviki hér að ofan.
Stark viðurkennir mistök
Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti


Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
