Spænski miðjumaðurinn Isco hjá Malaga var í gær kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu í árlegu kjöri ítalska dagblaðsins Tuttosport. 30 blaðamenn frá dagblöðum í tuttugu löndum álfunnar greiddu atkvæði í kjörinu.
„Ég er í skýjunum. Þetta er stórkostlegt. Þegar ég skoða listann yfir fyrri verðlaunahafa fæ ég hroll. Þar eru nöfn í hæsta gæðaflokki eins og t.d. Messi," sagði Isco við Tuttosport.
„Verðlaunin eru hvatning til mín um að verða alþjóðleg stjarna líkt og þeir sem hlotið hafa titilinn á undan mér," sagði Isco.
Isco fékk 137 atkvæði í kjörinu en Stephan El Shaarawy varð annar með 125 atkvæði. Thibaut Courtois, markvörður Chelsea sem er í láni hjá Atlético Madrid, hafnaði í þriðja sæti með 116 atkvæði.
Isco skoraði fyrsta mark leiksins í 3-2 sigri Malaga á Real Madrid í gærkvöldi.
Fyrri verðlaunahafar
2003 Rafael van der Vaart
2004 Wayne Rooney
2005 Lionel Messi
2006 Cesc Fàbregas
2007 Sergio Agüero
2008 Anderson
2009 Alexandre Pato
2010 Mario Balotelli
2011 Mario Gotze
2012 Isco
Isco kjörinn sá efnilegasti í Evrópu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
