Dýrðin í Hálsaskógi Stígur Helgason skrifar 19. október 2012 00:01 Marteinn skógarmús er erkisósíaldemókrat á skandinavíska vísu, þurr reglugerðarpési sem vill njörva umhverfi sitt niður í lagabálka. Eins konar forræðishyggjumús. Lilli klifurmús hins vegar, hann er listelski skýjaglópurinn og letiblóðið, tórir dag frá degi á litlu öðru en kænskunni, alls kyns dútli og íhlaupavinnu og þiggur fyrir ávexti annarra strits. Hann er afæta á samfélagi dýra. Þessi niðurstaða er afrakstur greiningar sem fram fór í hádegisverðarhléi í mötuneyti við Skaftahlíð fyrir nokkrum vikum. Umræðurnar voru heitar og allt að því hatrammar. Hópurinn skiptist í Marteinsmenn og Lillamenn og svo gneistaði á milli. Bangsapabbi, sem alltaf á lokaorðið vegna þess eins að hann er miðaldra alfakarl, var teiknaður upp sem tákngerving feðraveldisins en erfiðar gekk að komast að sannleikanum um Mikka ref. Er hann síngjarni kapítalistinn sem sér villu síns vegar eða kannski almúginn, okaður af yfirvaldinu til að afneita sönnu eðli sínu? Auðvitað er þetta verk allt bölvaður hippismi og eiginlega mesta furða að hægrimenn skuli yfirleitt hafa hleypt þessum áróðri að skilningarvitum barna sinna. Líklega hefur þeim í eina tíð þótt vænt um hina framandi og alltumlykjandi ógn sem stafar af mannfólkinu og hundinum þeirra og treyst á að hún innrætti krökkunum ómeðvitaða andúð á Sovétríkjunum. Svona er hægt að lesa Dýrin í Hálsaskógi á ótalmarga vegu. Þau eiga það sammerkt með öðrum góðum bókmenntaverkum að það mætti gera sér eilífðarhobbí úr því að leggja á þau ólíkar mælistikur. Viljum við kannski að þetta sé bara ein bullandi umhverfispólitík? Er Habakúk Kárahnjúkavirkjun í hundslíki? Hvað segir Marx okkur um Egner og Dýrin hans? Má finna þar samsvörun við marxískustu kvikmynd allra tíma, Metropolis? Er Habakúk kannski ekki vatnsaflsvirkjun, heldur flóðið sjálft sem harðstjórinn Fredersen í gervi bændahjóna hleypir af stað í von um að kæfa uppreisn alþýðunnar gegn ríkjandi fyrirkomulagi? Langsótt túlkun? Kannski, en það er allt í lagi. Einn daginn mun ég spila þetta uppáhaldsævintýri mitt fyrir mín eigin börn, aftur og aftur þangað til nálin á plötuspilaranum brotnar og kaupa þá nýja til að ofnota — syngja með þeim lögin og sjá með þeim leikritið — og kannski, þegar þau eru orðin nógu gömul til að hafa þróað með sér heila, mun ég spyrja þau: Af hverju eru eiginlega bara strákadýr í Hálsaskógi? og vona að þeim takist að smíða fyrir mig nýstárlega kenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Marteinn skógarmús er erkisósíaldemókrat á skandinavíska vísu, þurr reglugerðarpési sem vill njörva umhverfi sitt niður í lagabálka. Eins konar forræðishyggjumús. Lilli klifurmús hins vegar, hann er listelski skýjaglópurinn og letiblóðið, tórir dag frá degi á litlu öðru en kænskunni, alls kyns dútli og íhlaupavinnu og þiggur fyrir ávexti annarra strits. Hann er afæta á samfélagi dýra. Þessi niðurstaða er afrakstur greiningar sem fram fór í hádegisverðarhléi í mötuneyti við Skaftahlíð fyrir nokkrum vikum. Umræðurnar voru heitar og allt að því hatrammar. Hópurinn skiptist í Marteinsmenn og Lillamenn og svo gneistaði á milli. Bangsapabbi, sem alltaf á lokaorðið vegna þess eins að hann er miðaldra alfakarl, var teiknaður upp sem tákngerving feðraveldisins en erfiðar gekk að komast að sannleikanum um Mikka ref. Er hann síngjarni kapítalistinn sem sér villu síns vegar eða kannski almúginn, okaður af yfirvaldinu til að afneita sönnu eðli sínu? Auðvitað er þetta verk allt bölvaður hippismi og eiginlega mesta furða að hægrimenn skuli yfirleitt hafa hleypt þessum áróðri að skilningarvitum barna sinna. Líklega hefur þeim í eina tíð þótt vænt um hina framandi og alltumlykjandi ógn sem stafar af mannfólkinu og hundinum þeirra og treyst á að hún innrætti krökkunum ómeðvitaða andúð á Sovétríkjunum. Svona er hægt að lesa Dýrin í Hálsaskógi á ótalmarga vegu. Þau eiga það sammerkt með öðrum góðum bókmenntaverkum að það mætti gera sér eilífðarhobbí úr því að leggja á þau ólíkar mælistikur. Viljum við kannski að þetta sé bara ein bullandi umhverfispólitík? Er Habakúk Kárahnjúkavirkjun í hundslíki? Hvað segir Marx okkur um Egner og Dýrin hans? Má finna þar samsvörun við marxískustu kvikmynd allra tíma, Metropolis? Er Habakúk kannski ekki vatnsaflsvirkjun, heldur flóðið sjálft sem harðstjórinn Fredersen í gervi bændahjóna hleypir af stað í von um að kæfa uppreisn alþýðunnar gegn ríkjandi fyrirkomulagi? Langsótt túlkun? Kannski, en það er allt í lagi. Einn daginn mun ég spila þetta uppáhaldsævintýri mitt fyrir mín eigin börn, aftur og aftur þangað til nálin á plötuspilaranum brotnar og kaupa þá nýja til að ofnota — syngja með þeim lögin og sjá með þeim leikritið — og kannski, þegar þau eru orðin nógu gömul til að hafa þróað með sér heila, mun ég spyrja þau: Af hverju eru eiginlega bara strákadýr í Hálsaskógi? og vona að þeim takist að smíða fyrir mig nýstárlega kenningu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun