Heiðar í hóp hinna útvöldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2012 07:00 Heiðar Helguson með styttuna góðu þegar hann tók við henni í Lundúnum fyrr í vikunni. Heiðar Helguson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 stigum meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn en Heiðar er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur útnefninguna síðan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Hann er sjöundi knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem verður fyrir valinu. Hann var vitanlega hæstánægður með viðurkenninguna en segir að hann hafi ekkert leitt hugann að því hvort hann taldi sig eiga möguleika áður en listi yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu var birtur í fjölmiðlum á aðfangadag. „En þá vildi maður auðvitað vinna þetta," sagði hann. „En ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég átti nokkru sinni von á að fá. Þetta var því óvænt og mikil ánægja. Ég er stoltur af þessari útnefningu og þetta fer nálægt því að vera toppurinn á mínum ferli." Besta árið á ferlinumMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar átti mjög góðu gengi að fagna á árinu 2011. Lið hans, Queens Park Rangers, bar sigur úr býtum í ensku B-deildinni í vor og vann sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar er þar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann skoraði einnig mikið á síðari hluta síðasta tímabils. „Ég held að með þessari útnefningu sé árið 2011 orðið það besta hingað til á ferlinum," segir Heiðar um afrek hins nýliðna árs. Hann segir að það standi upp úr á knattspyrnuferlinum að hafa komist upp í úrvalsdeildina með QPR eftir nokkur skrautleg ár hjá félaginu. Heiðar samdi við það sem lánsmaður frá Bolton í nóvember árið 2008, skoraði mikið og var svo keyptur í janúar 2009. Félagið gekk í gegnum miklar breytingar á næstu árum og Heiðar fékk ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Hann var til að mynda lánaður í tvígang til Watford, sem hann lék með frá 2000 til 2005. „Það var toppurinn að komast upp. Ég hef eytt meirihlutanum af mínum ferli í þessari deild og eiginlega aldrei áður tekið í toppbaráttunni. Það hafði reynst erfitt fyrir QPR að komast upp, sérstaklega eftir ruglið sem gekk á síðustu 2-3 ár á undan. Það var í raun algjör sirkus," segir Heiðar en hann hrósar Neil Warnock, núverandi knattspyrnustjóra, mikið en hann tók við liðinu í mars árið 2010. „Hann náði að snúa gengi liðsins við á aðeins fjórtán mánuðum og kom því upp í úrvalsdeildina." Átti að fá fleiri ár í úrvalsdeildinniMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar kom fyrst til Englands í janúar árið 2000 eftir að hafa verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi. Þá samdi hann við Watford sem var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þó um vorið og Heiðar var í ensku B-deildinni þar til að hann var keyptur til Fulham árið 2005. Tveimur árum síðar samdi hann við Bolton en meiðsli hrjáðu hann mikið á þessum árum. „Mér finnst að ég hefði átt að fá fleiri ár í ensku úrvalsdeildinni. Ég spilaði mismikið á þeim 4-5 árum sem ég var í henni og ef ég hefði ekki meiðst er aldrei að vita hvað hefði gerst," sagði Heiðar sem segist þó ekki sjá eftir neinu. „Það þýðir ekkert að ætla að breyta einhverju eftir á. Ég hef tekið mínar ákvarðanir og þarf að standa með þeim." Heiðar er nýbúinn að framlengja samning sinn við QPR til loka tímabilsins 2013. Hann segist ekki vita hvað taki við þá. „Ef maður hefur heilsu og áhuga til að halda áfram þá gerir maður það," sagði hann og útilokaði ekki að starfa áfram í knattspyrnuheiminum. „Ég hef verið að fara á þjálfaranámskeið en framhaldið er þó óákveðið." Gott að hafa fjölskyldunaMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar býr í Lundúnum með eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur og þremur sonum. Hann segir gott að hafa fjölskylduna með sér. „Hún hefur ávallt gefið mér mjög mikið. Sama hvernig gengur í fótboltanum þá er fjölskyldulífið alltaf eins – það þarf að vakna með strákunum og fara með þá í skólann. Það breytist ekki og heldur manni á jörðinni," sagði íþróttamaður ársins 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Heiðar Helguson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 stigum meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn en Heiðar er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur útnefninguna síðan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Hann er sjöundi knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem verður fyrir valinu. Hann var vitanlega hæstánægður með viðurkenninguna en segir að hann hafi ekkert leitt hugann að því hvort hann taldi sig eiga möguleika áður en listi yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu var birtur í fjölmiðlum á aðfangadag. „En þá vildi maður auðvitað vinna þetta," sagði hann. „En ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég átti nokkru sinni von á að fá. Þetta var því óvænt og mikil ánægja. Ég er stoltur af þessari útnefningu og þetta fer nálægt því að vera toppurinn á mínum ferli." Besta árið á ferlinumMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar átti mjög góðu gengi að fagna á árinu 2011. Lið hans, Queens Park Rangers, bar sigur úr býtum í ensku B-deildinni í vor og vann sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar er þar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann skoraði einnig mikið á síðari hluta síðasta tímabils. „Ég held að með þessari útnefningu sé árið 2011 orðið það besta hingað til á ferlinum," segir Heiðar um afrek hins nýliðna árs. Hann segir að það standi upp úr á knattspyrnuferlinum að hafa komist upp í úrvalsdeildina með QPR eftir nokkur skrautleg ár hjá félaginu. Heiðar samdi við það sem lánsmaður frá Bolton í nóvember árið 2008, skoraði mikið og var svo keyptur í janúar 2009. Félagið gekk í gegnum miklar breytingar á næstu árum og Heiðar fékk ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Hann var til að mynda lánaður í tvígang til Watford, sem hann lék með frá 2000 til 2005. „Það var toppurinn að komast upp. Ég hef eytt meirihlutanum af mínum ferli í þessari deild og eiginlega aldrei áður tekið í toppbaráttunni. Það hafði reynst erfitt fyrir QPR að komast upp, sérstaklega eftir ruglið sem gekk á síðustu 2-3 ár á undan. Það var í raun algjör sirkus," segir Heiðar en hann hrósar Neil Warnock, núverandi knattspyrnustjóra, mikið en hann tók við liðinu í mars árið 2010. „Hann náði að snúa gengi liðsins við á aðeins fjórtán mánuðum og kom því upp í úrvalsdeildina." Átti að fá fleiri ár í úrvalsdeildinniMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar kom fyrst til Englands í janúar árið 2000 eftir að hafa verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi. Þá samdi hann við Watford sem var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þó um vorið og Heiðar var í ensku B-deildinni þar til að hann var keyptur til Fulham árið 2005. Tveimur árum síðar samdi hann við Bolton en meiðsli hrjáðu hann mikið á þessum árum. „Mér finnst að ég hefði átt að fá fleiri ár í ensku úrvalsdeildinni. Ég spilaði mismikið á þeim 4-5 árum sem ég var í henni og ef ég hefði ekki meiðst er aldrei að vita hvað hefði gerst," sagði Heiðar sem segist þó ekki sjá eftir neinu. „Það þýðir ekkert að ætla að breyta einhverju eftir á. Ég hef tekið mínar ákvarðanir og þarf að standa með þeim." Heiðar er nýbúinn að framlengja samning sinn við QPR til loka tímabilsins 2013. Hann segist ekki vita hvað taki við þá. „Ef maður hefur heilsu og áhuga til að halda áfram þá gerir maður það," sagði hann og útilokaði ekki að starfa áfram í knattspyrnuheiminum. „Ég hef verið að fara á þjálfaranámskeið en framhaldið er þó óákveðið." Gott að hafa fjölskyldunaMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar býr í Lundúnum með eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur og þremur sonum. Hann segir gott að hafa fjölskylduna með sér. „Hún hefur ávallt gefið mér mjög mikið. Sama hvernig gengur í fótboltanum þá er fjölskyldulífið alltaf eins – það þarf að vakna með strákunum og fara með þá í skólann. Það breytist ekki og heldur manni á jörðinni," sagði íþróttamaður ársins 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira