Framsækin og blæbrigðarík Trausti Júlíusson skrifar 11. janúar 2012 18:00 Tónlist. Elabórat. GP! GP! er listamannsnafn Guðmundar Péturssonar gítarleikara sem hefur verið einn af flinkustu og afkastamestu gítarleikurum Íslands síðustu áratugi. Elabórat er hans þriðja sólóplata og fylgir eftir plötunni Ologies sem kom út árið 2008 og hlaut góðar viðtökur. Á Elabórat eru átta lög, samin af Guðmundi sem einnig sá um upptökustjórn og útsetningar. Með honum spila þeir Styrmir Hauksson, Davíð Þór Jónsson, Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór Gunnarsson og Kristinn Snær Agnarsson. Guðmundur er afar fjölhæfur gítaristi og hefur víða komið við í tónlistarheiminum. Það heyrist á Elabórat. Tónlistin fer víða, jafnvel innan sama lagsins. Þetta er instrúmental tónlist. Á köflum minnir hún á gamlan djassrokkbræðing, en annars staðar er allt önnur stemning í gangi. Það kemur ekki á óvart að blúsinn laumi sér inn hér og þar og ekki heldur að áhrifa gæti frá heimstónlist, en í sumum laganna er einhver óskilgreind tilraunamennska sem ég, a.m.k. átti ekki von á. Í einu laganna komu til dæmis samstarfsplötur þeirra Roberts Fripp og Brians Eno upp í hugann og í öðrum lögum minnir tónlistin á Tortoise- og Chicago-senuna sem blómstraði upp úr síðustu aldamótum. Á heildina litið er Elabórat fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt og blæbrigðarík og full af spennandi útúrdúrum sem maður ánetjast við frekari hlustun. Framsækið og flott verk. Niðurstaða: Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Elabórat. GP! GP! er listamannsnafn Guðmundar Péturssonar gítarleikara sem hefur verið einn af flinkustu og afkastamestu gítarleikurum Íslands síðustu áratugi. Elabórat er hans þriðja sólóplata og fylgir eftir plötunni Ologies sem kom út árið 2008 og hlaut góðar viðtökur. Á Elabórat eru átta lög, samin af Guðmundi sem einnig sá um upptökustjórn og útsetningar. Með honum spila þeir Styrmir Hauksson, Davíð Þór Jónsson, Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór Gunnarsson og Kristinn Snær Agnarsson. Guðmundur er afar fjölhæfur gítaristi og hefur víða komið við í tónlistarheiminum. Það heyrist á Elabórat. Tónlistin fer víða, jafnvel innan sama lagsins. Þetta er instrúmental tónlist. Á köflum minnir hún á gamlan djassrokkbræðing, en annars staðar er allt önnur stemning í gangi. Það kemur ekki á óvart að blúsinn laumi sér inn hér og þar og ekki heldur að áhrifa gæti frá heimstónlist, en í sumum laganna er einhver óskilgreind tilraunamennska sem ég, a.m.k. átti ekki von á. Í einu laganna komu til dæmis samstarfsplötur þeirra Roberts Fripp og Brians Eno upp í hugann og í öðrum lögum minnir tónlistin á Tortoise- og Chicago-senuna sem blómstraði upp úr síðustu aldamótum. Á heildina litið er Elabórat fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt og blæbrigðarík og full af spennandi útúrdúrum sem maður ánetjast við frekari hlustun. Framsækið og flott verk. Niðurstaða: Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira