Klassískt og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2012 20:00 Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira