Paraskevidekatriaphobia Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. janúar 2012 06:00 Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki? Margir eru skíthræddir við orð. Enda eru þau stórhættuleg. Orð geta breytt heiminum og heimsmyndinni og „þel getur snúist við atorð eitt/aðgát skal höfð í nærveru sálar" eins og Einar Benediktsson orti í Einræðum Starkaðar. Orð er þriggja stafa morð, nema náttúrlega orðið Paraskevidekatriaphobia sem er sjáanlega mun fleiri stafa. Og kannski ekkert morð, kannski mikið happaorð ef bara tekst að láta það sér um munn fara. En það er ómögulegt að komast að því án þess að prófa. Stór hluti af viðhaldi mannsins sem tegundar byggðist á því að þekkja það sem var hættulegt og eiga líf sitt að launa því að kunna að bregðast við því. Hræðsluviðbrögð eru okkur einkar töm og koma upp við aðstæður sem skynsemin segir að engin ástæða sé að hræðast í alvöru; eins og að tala við marga í einu, verða of sein, vera hafnað, gera sig að fífli. Streita sem skapast ef við erum hrædd við nógu margt í daglegu lífi okkar er ekkert annað en hræðsluviðbrögð líkamans, sem eru síðan hættuleg heilsunni í sjálfu sér. Sumir eru svo hræddir við lífið og allar þess mögulegu ógnir að þeir gleyma að njóta þess og sín. Þeim get ég gefið tvö orðbundin ráð. Í fyrsta lagi að læra og fara með þessar ljóðlínur úr Vikivaka Guðmundar Kamban þegar óttinn skellur á: Vappar ósyndur ungi á bakka með augun blikandi af þrá – en sumir þora ei til þess að hlakka, sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu, sem guð þeim sendir, menn gera kvíðann að hlíf, og kvíða oft því sem aldrei hendir, og enda í kvíða sitt líf. Hitt ráðið er að æfa sig að segja Paraskevidekatriaphobia. Orðið þýðir „sjúklegur ótti við föstudaginn þrettánda" og sagt er að þeir sem þjást af þessum kvilla og ná tungu um þetta orð nái tökum á ótta sínum. Að minnsta kosti í einn dag. Alveg þess virði, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki? Margir eru skíthræddir við orð. Enda eru þau stórhættuleg. Orð geta breytt heiminum og heimsmyndinni og „þel getur snúist við atorð eitt/aðgát skal höfð í nærveru sálar" eins og Einar Benediktsson orti í Einræðum Starkaðar. Orð er þriggja stafa morð, nema náttúrlega orðið Paraskevidekatriaphobia sem er sjáanlega mun fleiri stafa. Og kannski ekkert morð, kannski mikið happaorð ef bara tekst að láta það sér um munn fara. En það er ómögulegt að komast að því án þess að prófa. Stór hluti af viðhaldi mannsins sem tegundar byggðist á því að þekkja það sem var hættulegt og eiga líf sitt að launa því að kunna að bregðast við því. Hræðsluviðbrögð eru okkur einkar töm og koma upp við aðstæður sem skynsemin segir að engin ástæða sé að hræðast í alvöru; eins og að tala við marga í einu, verða of sein, vera hafnað, gera sig að fífli. Streita sem skapast ef við erum hrædd við nógu margt í daglegu lífi okkar er ekkert annað en hræðsluviðbrögð líkamans, sem eru síðan hættuleg heilsunni í sjálfu sér. Sumir eru svo hræddir við lífið og allar þess mögulegu ógnir að þeir gleyma að njóta þess og sín. Þeim get ég gefið tvö orðbundin ráð. Í fyrsta lagi að læra og fara með þessar ljóðlínur úr Vikivaka Guðmundar Kamban þegar óttinn skellur á: Vappar ósyndur ungi á bakka með augun blikandi af þrá – en sumir þora ei til þess að hlakka, sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu, sem guð þeim sendir, menn gera kvíðann að hlíf, og kvíða oft því sem aldrei hendir, og enda í kvíða sitt líf. Hitt ráðið er að æfa sig að segja Paraskevidekatriaphobia. Orðið þýðir „sjúklegur ótti við föstudaginn þrettánda" og sagt er að þeir sem þjást af þessum kvilla og ná tungu um þetta orð nái tökum á ótta sínum. Að minnsta kosti í einn dag. Alveg þess virði, ekki satt?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun