Nýtt lag frá Naglbítunum eftir nær áratugs þögn 18. janúar 2012 09:15 Þeir Vilhelm Anton og Kári Jónssynir ásamt Benedikt Brynjólfssyni í 200.000 Naglbítar eru glaðir að vera komnir aftur í stúdíó saman. Fréttablaðið/stefán „Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira