Góðan dag, kæri vinur Sigurður Árni Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: „Góðan dag, kæri vinur." Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli. Vinarkveðjan fylgdi mér út í morgunrökkrið. Hvað er vinur? Við eigum flest góða kunningja. Við getum átt við þá margvísleg samskipti. En við þá eigum við samt ekki þroskað samband. Kunningjar rabba saman, en vinir þora frekar að tala um mál tilfinninga, sorgar og ástar. Kunningjar geta skemmt sér í leik orða, en gleði vina er dýpri. Kunningjar eiga sér leikreglur um mörk samskipta, en vinir tala á grundvelli trausts. Kunningjar segja sögur, en vinir leggja á sig að rýna til gagns og eflingar. Kunningjar fara að mörkum hins óþægilega, en vinir þora að fara lengra vegna umhyggju og heiðarleika. Kunningjar geta verið afar ánægjulegir félagar, en vinir efla hver annan. Vinarþankarnir vitjuðu mín um miðjan dag. Maður, sem ég hef þekkt í áratugi, kom í heimsókn til að tala við mig. Við röbbuðum saman, miðluðum fréttum og fórum víða. En svo kom að því að viðmælandi minn fór inn á svið, sem hvorki er einfalt né auðvelt. Hann kom til að gagnrýna mig, fara yfir atriði í mínu fari, sem ég þyrfti að vinna með. Og hann sagði mér frá þáttum í fari mínu, sem ég gæti bætt. Ég sat á móti þessum manni, sem ég hafði svo oft talað við, dáðst að, stundum pirrað mig yfir en líka hrifist af vegna eiginda hans. Og ég fann hversu heill hann var, umhyggjusamur og talaði við mig í krafti trausts. Svona talar ekki kunningi manns, heldur raunverulegur vinur sem vill efla þroska. Vinur er sá er til vamms segir. Kunningjar eru mikilvægir í lífinu en kærir vinir dýrmæti. Er einhver sem vill heyra í þér í dag? Góðan dag, kæri vinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: „Góðan dag, kæri vinur." Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli. Vinarkveðjan fylgdi mér út í morgunrökkrið. Hvað er vinur? Við eigum flest góða kunningja. Við getum átt við þá margvísleg samskipti. En við þá eigum við samt ekki þroskað samband. Kunningjar rabba saman, en vinir þora frekar að tala um mál tilfinninga, sorgar og ástar. Kunningjar geta skemmt sér í leik orða, en gleði vina er dýpri. Kunningjar eiga sér leikreglur um mörk samskipta, en vinir tala á grundvelli trausts. Kunningjar segja sögur, en vinir leggja á sig að rýna til gagns og eflingar. Kunningjar fara að mörkum hins óþægilega, en vinir þora að fara lengra vegna umhyggju og heiðarleika. Kunningjar geta verið afar ánægjulegir félagar, en vinir efla hver annan. Vinarþankarnir vitjuðu mín um miðjan dag. Maður, sem ég hef þekkt í áratugi, kom í heimsókn til að tala við mig. Við röbbuðum saman, miðluðum fréttum og fórum víða. En svo kom að því að viðmælandi minn fór inn á svið, sem hvorki er einfalt né auðvelt. Hann kom til að gagnrýna mig, fara yfir atriði í mínu fari, sem ég þyrfti að vinna með. Og hann sagði mér frá þáttum í fari mínu, sem ég gæti bætt. Ég sat á móti þessum manni, sem ég hafði svo oft talað við, dáðst að, stundum pirrað mig yfir en líka hrifist af vegna eiginda hans. Og ég fann hversu heill hann var, umhyggjusamur og talaði við mig í krafti trausts. Svona talar ekki kunningi manns, heldur raunverulegur vinur sem vill efla þroska. Vinur er sá er til vamms segir. Kunningjar eru mikilvægir í lífinu en kærir vinir dýrmæti. Er einhver sem vill heyra í þér í dag? Góðan dag, kæri vinur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun