Eastwood án ástríðu 25. janúar 2012 06:00 Rembist DiCaprio er ósannfærandi í hlutverki J. Edgars Hoover. Bíó J. Edgar Leikstjórn: Clint Eastwood Leikarar: Leonardo DiCaprio, Armie Hammer, Naomi Watts, Josh Lucas, Judi Dench, Jeffrey Donovan, Ed Westwick Það er frábært hvað Clint Eastwood er afkastamikill sem leikstjóri á efri árum. Hann er orðinn 81 árs og gerir eina mynd á ári, stundum tvær. Í nýjustu mynd sinni segir hann sögu J. Edgars Hoover, stofnanda bandarísku alríkislögreglunnar og yfirmanns hennar í tæplega 40 ár. Hoover var umdeildur maður í embætti og kjaftasögurnar um hann lifa enn góðu lífi í dag. Eins safarík og mynd um hann hefði getað orðið er J. Edgar fremur andlaus og fyrirsjáanleg. DiCaprio er flinkur leikari þegar hann tekur sig til, en hér rembist hann og rembist en ekkert gerist. Sögumennska hans er þreytandi og elliförðunin óraunveruleg. Reyndar eru aðalleikararnir þrír, DiCaprio, Hammer og Watts, svo afkáralegir í gamlingjagervunum að ekki er með nokkru móti hægt að taka þá alvarlega. Hér held ég að ekki hafi verið vandað nægilega til verka. Dramatíkin ristir grunnt og aðdróttanir um samkynhneigð Hoovers eru feimnislega settar fram. Var hann hommi eða ekki? Skiptir það máli? Var hann svona siðferðislega brenglaður því hann var skápahommi og móðir hans vildi frekar eiga dauðan son en samkynhneigðan? Myndin setur ekki fram neinar kenningar, en ýjar þess í stað að ýmsu svo óræðu að eins mætti sleppa því. Ég spyr, kæri herra Eastwood: Hví gerðir þú þessa mynd fyrst þú hefur ekkert um manninn að segja? Hvar er ástríðan? Hægðu á þér maður. Þú ert kominn á sjálfstýringu. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Óttalega bitlaust og klént. Lestu frekar um J. Edgar Hoover á Wikipedia. Lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó J. Edgar Leikstjórn: Clint Eastwood Leikarar: Leonardo DiCaprio, Armie Hammer, Naomi Watts, Josh Lucas, Judi Dench, Jeffrey Donovan, Ed Westwick Það er frábært hvað Clint Eastwood er afkastamikill sem leikstjóri á efri árum. Hann er orðinn 81 árs og gerir eina mynd á ári, stundum tvær. Í nýjustu mynd sinni segir hann sögu J. Edgars Hoover, stofnanda bandarísku alríkislögreglunnar og yfirmanns hennar í tæplega 40 ár. Hoover var umdeildur maður í embætti og kjaftasögurnar um hann lifa enn góðu lífi í dag. Eins safarík og mynd um hann hefði getað orðið er J. Edgar fremur andlaus og fyrirsjáanleg. DiCaprio er flinkur leikari þegar hann tekur sig til, en hér rembist hann og rembist en ekkert gerist. Sögumennska hans er þreytandi og elliförðunin óraunveruleg. Reyndar eru aðalleikararnir þrír, DiCaprio, Hammer og Watts, svo afkáralegir í gamlingjagervunum að ekki er með nokkru móti hægt að taka þá alvarlega. Hér held ég að ekki hafi verið vandað nægilega til verka. Dramatíkin ristir grunnt og aðdróttanir um samkynhneigð Hoovers eru feimnislega settar fram. Var hann hommi eða ekki? Skiptir það máli? Var hann svona siðferðislega brenglaður því hann var skápahommi og móðir hans vildi frekar eiga dauðan son en samkynhneigðan? Myndin setur ekki fram neinar kenningar, en ýjar þess í stað að ýmsu svo óræðu að eins mætti sleppa því. Ég spyr, kæri herra Eastwood: Hví gerðir þú þessa mynd fyrst þú hefur ekkert um manninn að segja? Hvar er ástríðan? Hægðu á þér maður. Þú ert kominn á sjálfstýringu. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Óttalega bitlaust og klént. Lestu frekar um J. Edgar Hoover á Wikipedia.
Lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira