Æfðu þig, barn, æfðu þig Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Ég man vel hvað ég hugsaði á mínum fyrstu tónleikum átta ára gömul: „Hvað er ég að gera fyrir framan allt þetta fólk?" Í fátinu sem varð eftir að ég hafði klárað að spila lagið mitt gleymdi ég nótunum á píanóinu. Rak tánna fast í þegar ég hljóp til baka að ná í þær. Tærnar passaði ég eftir þetta en fór engu að síður í netta tilvistarkreppu á hverjum einustu tónleikum. Nemendum bar að koma reglulega fram og ég kveið þessu tónleikabrölti iðulega. Kennararnir voru mér ósköp góðir en ég skildi ekki af hverju við þurftum að vera að troða þetta upp á aðventunni og vorin og hvenær sem fólki datt í hug. Af hverju varð maður nauðsynlega að geta spilað fumlaust fyrir framan troðfullan sal? Ekki ætlaði ég mér að verða tónlistarmaður. Hefði ég þá getað spyrnt niður fæti? Hugsanlega. En þegar maður er barn þá gerir maður bara það sem ætlast er til af manni. Og þá þrælar maður sér í gegnum skala og fingraæfingar og mætir vikulega í fyrirlestra í tónfræði, jafnvel þótt manni finnist þetta allt ósköp fjarlægt tónlistarnáminu sem maður hafði hug á. Mig hafði langað að læra að spila alls kyns lög á píanó – taka til dæmis þekkt lög og spila þau eftir eyranu, leika lög sem aðrir kynnu að syngja, prófa kannski að semja sjálf. Píanóáhugi minn dó hins vegar á endanum í tónfræðitímum og tónfræðiprófum, með páfagaukalærdómi, stigsprófum og tækniæfingum. Ég spilaði á endanum ekki af gleði heldur skyldurækni – til að æfa mig fyrir tónleika eða próf. Tólf ára gömul hafði ég haldgóða þekkingu á flókinni tónfræði en ekki hugmynd um hvernig pikka mátti upp lög eftir eyranu eða búa til bassalínu við þau. Kunni bara að spila eftir nótum. Klassísk, þung verk. Hafði aldrei samið lag (alltaf á fullu við að æfa skala) og var hætt að hafa nokkuð gaman að því að setjast við píanóið. Sagði skilið við hljóðfærið hálfnuð með níunda bekk. Já, ég veit: Nám af þessu tagi hentar ýmsum. Og já, ég veit að skalar og aðhald eru nauðsynleg upp að einhverju marki. Ég veit hins vegar því miður um fullt af börnum sem hætt hafa í tónlistarnámi komin með upp í kok. Einhvers staðar mitt í áherslunni á endalausan dugnaðinn týndist gleðin. Börn eiga eins og fullorðnir að fá að stunda tómstundir sér til gamans – ekki fyrst og fremst til að verða atvinnumenn eða litlir snillingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Ég man vel hvað ég hugsaði á mínum fyrstu tónleikum átta ára gömul: „Hvað er ég að gera fyrir framan allt þetta fólk?" Í fátinu sem varð eftir að ég hafði klárað að spila lagið mitt gleymdi ég nótunum á píanóinu. Rak tánna fast í þegar ég hljóp til baka að ná í þær. Tærnar passaði ég eftir þetta en fór engu að síður í netta tilvistarkreppu á hverjum einustu tónleikum. Nemendum bar að koma reglulega fram og ég kveið þessu tónleikabrölti iðulega. Kennararnir voru mér ósköp góðir en ég skildi ekki af hverju við þurftum að vera að troða þetta upp á aðventunni og vorin og hvenær sem fólki datt í hug. Af hverju varð maður nauðsynlega að geta spilað fumlaust fyrir framan troðfullan sal? Ekki ætlaði ég mér að verða tónlistarmaður. Hefði ég þá getað spyrnt niður fæti? Hugsanlega. En þegar maður er barn þá gerir maður bara það sem ætlast er til af manni. Og þá þrælar maður sér í gegnum skala og fingraæfingar og mætir vikulega í fyrirlestra í tónfræði, jafnvel þótt manni finnist þetta allt ósköp fjarlægt tónlistarnáminu sem maður hafði hug á. Mig hafði langað að læra að spila alls kyns lög á píanó – taka til dæmis þekkt lög og spila þau eftir eyranu, leika lög sem aðrir kynnu að syngja, prófa kannski að semja sjálf. Píanóáhugi minn dó hins vegar á endanum í tónfræðitímum og tónfræðiprófum, með páfagaukalærdómi, stigsprófum og tækniæfingum. Ég spilaði á endanum ekki af gleði heldur skyldurækni – til að æfa mig fyrir tónleika eða próf. Tólf ára gömul hafði ég haldgóða þekkingu á flókinni tónfræði en ekki hugmynd um hvernig pikka mátti upp lög eftir eyranu eða búa til bassalínu við þau. Kunni bara að spila eftir nótum. Klassísk, þung verk. Hafði aldrei samið lag (alltaf á fullu við að æfa skala) og var hætt að hafa nokkuð gaman að því að setjast við píanóið. Sagði skilið við hljóðfærið hálfnuð með níunda bekk. Já, ég veit: Nám af þessu tagi hentar ýmsum. Og já, ég veit að skalar og aðhald eru nauðsynleg upp að einhverju marki. Ég veit hins vegar því miður um fullt af börnum sem hætt hafa í tónlistarnámi komin með upp í kok. Einhvers staðar mitt í áherslunni á endalausan dugnaðinn týndist gleðin. Börn eiga eins og fullorðnir að fá að stunda tómstundir sér til gamans – ekki fyrst og fremst til að verða atvinnumenn eða litlir snillingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun