Loksins ný plata frá Cohen 26. janúar 2012 10:00 loksins ný plata Átta ár eru liðin síðan síðasta plata Leonards Cohen kom út.nordicphotos/getty Kanadíski tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu í átta ár. Hún nefnist Old Ideas og hefur að geyma tíu ný lög. Tólfta hljóðversplata kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og sú fyrsta í átta ár, Old Ideas, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tíu ný lög, þar á meðal smáskífulagið Darkness. Þessi mikilsvirti lagahöfundur og ljóðskáld fæddist í Montréal í Kanada 1934. Þegar Cohen var 33 ára ákvað hann að flytja til Bandaríkjanna til að hefja tónlistarferil því honum fannst hann ekki þéna nógu mikið sem rithöfundur. Hann varð hluti af Factory-hópnum sem var í kringum listamanninn Andy Warhol og samdi lagið Suzanne sem Judy Collins gerði vinsælt. Það var að finna á fyrstu plötu hans, Songs of Leonard Cohen. Sú næsta, Songs from a Room, hafði að geyma annað þekkt lag eftir Cohen, Bird on a Wire. Á milli tónleikaferða hélt hinn barítónraddaði Cohen áfram að gefa út vandaðar plötur en hann var ekki ánægður með þá fimmtu sem hann gerði með upptökustjóranum Phil Spector, Death of a Ladies' Man. Sú sjötta, Recent Songs, er aftur á móti í uppáhaldi hjá honum og í þetta sinn prófaði hann sjálfur að stjórna upptökunum. Sjöunda plata Cohen, Various Positions, hafði að geyma lögin Dance Me to the End of Love og hið heimsþekkta Hallelujah, sem John Cale og Jeff Buckley tóku síðar meir upp á sína arma. Árið 1988 kom út þekktasta plata Cohens, I"m Your Man. Þar breytti hann um stefnu, varð poppaðri og notaði hljóðgervla og tvö vinsælustu lögin, First We Take Manhattan og Ain"t No Cure for Love, færðu Cohen nær meginstraumnum. Á tíunda áratugnum gaf hann aðeins út eina plötu, The Future, og voru þrjú lög af henni notuð í kvikmyndinni Natural Born Killers. Cohen hefur glímt við þunglyndi meirihluta ævi sinnar og auk ástarsöngva voru fyrstu verk hans mörkuð af hugleiðingum tengdum þunglyndi og sjálfsvígi. Stríðsrekstur og pólitískt og félagslegt réttlæti hefur einnig verið honum hugleikið, sérstaklega í síðari verkum. Árið 2008 lagði Cohen af stað í sína fyrstu tónleikaferð í fimmtán ár og lauk henni 2010 eftir að hafa fengið mjög góðar undirtektir. Ekki hefur verið ákveðið með aðra tónleikaferð til að fylgja nýju plötunni eftir. Kannski spilar aldur Cohens inn í en áttræðisafmæli hans er ekki langt undan. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kanadíski tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu í átta ár. Hún nefnist Old Ideas og hefur að geyma tíu ný lög. Tólfta hljóðversplata kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og sú fyrsta í átta ár, Old Ideas, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tíu ný lög, þar á meðal smáskífulagið Darkness. Þessi mikilsvirti lagahöfundur og ljóðskáld fæddist í Montréal í Kanada 1934. Þegar Cohen var 33 ára ákvað hann að flytja til Bandaríkjanna til að hefja tónlistarferil því honum fannst hann ekki þéna nógu mikið sem rithöfundur. Hann varð hluti af Factory-hópnum sem var í kringum listamanninn Andy Warhol og samdi lagið Suzanne sem Judy Collins gerði vinsælt. Það var að finna á fyrstu plötu hans, Songs of Leonard Cohen. Sú næsta, Songs from a Room, hafði að geyma annað þekkt lag eftir Cohen, Bird on a Wire. Á milli tónleikaferða hélt hinn barítónraddaði Cohen áfram að gefa út vandaðar plötur en hann var ekki ánægður með þá fimmtu sem hann gerði með upptökustjóranum Phil Spector, Death of a Ladies' Man. Sú sjötta, Recent Songs, er aftur á móti í uppáhaldi hjá honum og í þetta sinn prófaði hann sjálfur að stjórna upptökunum. Sjöunda plata Cohen, Various Positions, hafði að geyma lögin Dance Me to the End of Love og hið heimsþekkta Hallelujah, sem John Cale og Jeff Buckley tóku síðar meir upp á sína arma. Árið 1988 kom út þekktasta plata Cohens, I"m Your Man. Þar breytti hann um stefnu, varð poppaðri og notaði hljóðgervla og tvö vinsælustu lögin, First We Take Manhattan og Ain"t No Cure for Love, færðu Cohen nær meginstraumnum. Á tíunda áratugnum gaf hann aðeins út eina plötu, The Future, og voru þrjú lög af henni notuð í kvikmyndinni Natural Born Killers. Cohen hefur glímt við þunglyndi meirihluta ævi sinnar og auk ástarsöngva voru fyrstu verk hans mörkuð af hugleiðingum tengdum þunglyndi og sjálfsvígi. Stríðsrekstur og pólitískt og félagslegt réttlæti hefur einnig verið honum hugleikið, sérstaklega í síðari verkum. Árið 2008 lagði Cohen af stað í sína fyrstu tónleikaferð í fimmtán ár og lauk henni 2010 eftir að hafa fengið mjög góðar undirtektir. Ekki hefur verið ákveðið með aðra tónleikaferð til að fylgja nýju plötunni eftir. Kannski spilar aldur Cohens inn í en áttræðisafmæli hans er ekki langt undan. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira