Skipulagt og fókuserað Jónas Sen skrifar 31. janúar 2012 06:00 Úr Hörpu. Mynd/Valli Tónlist. Raftónleikar. Verk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Úlfar Inga Haraldsson, Kjartan Ólafsson, Camillu Söderberg, Jesper Pedersen, Pál Ivan Pálsson. Myrkir músíkdagar í Hörpu. Ég hef farið á marga raftónleika í gegnum tíðina sem hafa einkennst af vandræðagangi. Tónleikarnir hafa verið illa skipulagðir (les = alltof langir) og svo hefur vantað eitthvað til að horfa á. Það er sjaldnast spennandi að sjá fólk sitjandi við fartölvu, jafnvel þótt tónlistin sem úr henni kemur sé hávær og brjálæðisleg. Stundum er að vísu brugðið upp skjá, en á honum hefur oftar en ekki bara verið eitthvert mynstur. Það hefur fljótt orðið tilbreytingarlaust. Ánægjulegt er því að segja frá því að raftónleikar á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið fóru ágætlega fram. Þeir voru ekki of langir, níu verk á efnisskránni voru flest bæði stutt og hnitmiðuð. Nokkrir gerningar sköpuðu einnig skemmtilegt andrúmsloft. Magnaðasta verkið að mínu mati var eftir Ríkharð H. Friðriksson. Það var unnið upp úr hljóðupptökum með gömlu prógressífu rokksveitinni Gentle Giants. Ríkharður vélritaði skipanir til tölvunnar og maður gat fylgst með á stórum skjá. Þetta var því ekki bara upptaka; tónlistin var lifandi, þótt hún byggðist á áður forrituðum tónaklösum. Flutningurinn var markvisst byggður upp, hápunkturinn flottur og hárrétt tímasettur. Margt annað kom líka ágætlega út. Tvö verk eftir Úlfar Inga Haraldsson (annað fyrir rafhljóð og víólu Sigríðar Mjallar Björnsdóttur) voru hófstillt og lágvær. Þau voru falleg í einfaldleika sínum. Fjögurra rása verk eftir Þorgrím H. Einarsson var órætt, dularfullt og sjarmerandi. Atmosphere 3291 eftir Kjartan Ólafsson var snyrtileg samsetning alls konar blæbrigða sem nutu sín einkar vel í hljóðkerfi salarins. Kraftmikill náttúruhljóðakokteill eftir Camillu Söderberg var glæsilega samansettur. Og konseftverk eftir Jesper Pedersen og Pál Ivan Pálsson voru snotur. Það voru ekki endilega merkilegar tónsmíðar, en skemmtilega útfærðar og leikrænar. Tölvan býður upp á endalausa möguleika. Einmitt þess vegna kunna margir raftónlistarmenn sér ekki hóf og geta ekki hætt. Með tilheyrandi leiðindum – ef ekki heyrnarskaða fyrir okkur hin! Tónleikarnir nú voru ánægjuleg tilbreyting. Niðurstaða: Áhugaverðir raftónleikar sem voru vel skipulagðir og oft spennandi. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Raftónleikar. Verk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Úlfar Inga Haraldsson, Kjartan Ólafsson, Camillu Söderberg, Jesper Pedersen, Pál Ivan Pálsson. Myrkir músíkdagar í Hörpu. Ég hef farið á marga raftónleika í gegnum tíðina sem hafa einkennst af vandræðagangi. Tónleikarnir hafa verið illa skipulagðir (les = alltof langir) og svo hefur vantað eitthvað til að horfa á. Það er sjaldnast spennandi að sjá fólk sitjandi við fartölvu, jafnvel þótt tónlistin sem úr henni kemur sé hávær og brjálæðisleg. Stundum er að vísu brugðið upp skjá, en á honum hefur oftar en ekki bara verið eitthvert mynstur. Það hefur fljótt orðið tilbreytingarlaust. Ánægjulegt er því að segja frá því að raftónleikar á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið fóru ágætlega fram. Þeir voru ekki of langir, níu verk á efnisskránni voru flest bæði stutt og hnitmiðuð. Nokkrir gerningar sköpuðu einnig skemmtilegt andrúmsloft. Magnaðasta verkið að mínu mati var eftir Ríkharð H. Friðriksson. Það var unnið upp úr hljóðupptökum með gömlu prógressífu rokksveitinni Gentle Giants. Ríkharður vélritaði skipanir til tölvunnar og maður gat fylgst með á stórum skjá. Þetta var því ekki bara upptaka; tónlistin var lifandi, þótt hún byggðist á áður forrituðum tónaklösum. Flutningurinn var markvisst byggður upp, hápunkturinn flottur og hárrétt tímasettur. Margt annað kom líka ágætlega út. Tvö verk eftir Úlfar Inga Haraldsson (annað fyrir rafhljóð og víólu Sigríðar Mjallar Björnsdóttur) voru hófstillt og lágvær. Þau voru falleg í einfaldleika sínum. Fjögurra rása verk eftir Þorgrím H. Einarsson var órætt, dularfullt og sjarmerandi. Atmosphere 3291 eftir Kjartan Ólafsson var snyrtileg samsetning alls konar blæbrigða sem nutu sín einkar vel í hljóðkerfi salarins. Kraftmikill náttúruhljóðakokteill eftir Camillu Söderberg var glæsilega samansettur. Og konseftverk eftir Jesper Pedersen og Pál Ivan Pálsson voru snotur. Það voru ekki endilega merkilegar tónsmíðar, en skemmtilega útfærðar og leikrænar. Tölvan býður upp á endalausa möguleika. Einmitt þess vegna kunna margir raftónlistarmenn sér ekki hóf og geta ekki hætt. Með tilheyrandi leiðindum – ef ekki heyrnarskaða fyrir okkur hin! Tónleikarnir nú voru ánægjuleg tilbreyting. Niðurstaða: Áhugaverðir raftónleikar sem voru vel skipulagðir og oft spennandi.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira