Fjör á fjöllum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. febrúar 2012 12:00 Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja á ný í The Grey. Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira