Ríkisvæðing er mesta hættan Þorsteinn Pálsson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Ögmundi Jónassyni tókst með haldbærum rökum í Kastljóssþætti í vikunni að sýna fram á yfirborðsmennsku í umræðunni um stöðu lífeyrissjóðanna. Hann skaut sér aðeins undan að svara þeirri spurningu hvort hann beitti líkri vörn og Geir Haarde gegn ákæru meirihluta Alþingis. Málin eru vissulega af sömu rót runnin. Af sjálfu leiðir að málsvörn aðgætinna manna með ábyrgð svipar saman þó að þeir hafi ólíka pólitíska sýn. Lífeyrissjóðirnir hafa verið helsta uppspretta sparnaðar í landinu. Hann er aftur undirstaða í tveimur höfuðkerfum samfélagsins: Í velferðarkerfinu og í fjármálakerfinu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er óhjákvæmilegt að spinna þessa ólíku hagsmuni saman. Skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna ber með sér að stjórnendur þeirra hafa andað að sér óheilbrigðu lofti í því umhverfi sem þeir lifðu og hrærðust í. Þar er þó ekki að finna afgerandi vísbendingar um að þeir hafi orðið jafn alvarlega sjúkir og stjórnendur gömlu bankanna. Það gerir gæfumuninn. Þeir þurfa að endurheimta traust. En skýrslan kallar á annars konar umræðu en um bankana. Tvennt ræður því að lífeyriskerfið er sterkara hér en víða annars staðar. Annars vegar er sú fyrirhyggja að spara fyrir lífeyrinum og þeim miklu tryggingabótum sem sjóðirnir standa undir meðan margir aðrir byggja þau réttindi á samtíma sköttum og jafnvel lánum. Hins vegar er sjálfstæði sjóðanna, sem eru óháðir pólitísku áhrifavaldi, og jöfn ábyrgð bæði atvinnufyrirtækja og launamanna á stjórn þeirra. Mesta hættan sem sjóðirnir standa andspænis nú er sú að þessar forsendur fyrir kerfinu bresti og það verði orðið hluti af ríkissjóði og pólitíska stjórnkerfinu innan fárra ára. Reyndar bendir flest til að þannig fari nema tekið verði í taumana.Enginn flokkur er heill Þeir þingmenn sem hæst láta um ábyrgðarleysi stjórnenda lífeyrissjóðanna halda því fram að þeir hafi farið óvarlega með því að fjárfesta í pappírum eins og hlutabréfum sem ekki eru verðtryggð. Þetta eru mest sömu þingmennirnir og hrópa sig hása af hneykslan yfir því að stjórnendur lífeyrissjóðanna skuli ekki samþykkja að falla frá verðtryggingu skuldabréfa til þess að þeir sem spara megi borga fyrir þá sem skulda. Þessi viðbrögð þingmanna lýsa skinhelgi og lýðskrumi. Verst er að þingmenn úr röðum allra flokka eru undir sömu sök seldir í þessu efni. Enginn flokkur stendur lengur heill fyrir ábyrgum viðhorfum um framtíðarskipan þessara mála. Lífeyrissjóðirnir eiga nú ekki annarra kosta völ en fjárfesta í skuldabréfum ríkisins og opinberum framkvæmdum. Stjórnvöld áforma að halda flestum þessara framkvæmda utan við bókhald ríkissjóðs. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig ríkissjóður á að afla fjár til endurgreiðslu. Eftir fá ár verða þessir áhættuhagsmunir orðnir svo samtvinnaðir að hætt er við að sú freisting að gleypa kerfið verði stjórnmálamönnum ómótstæðileg. Um leið koma brestir í sjálfar undirstöður velferðar og fjármálalífs í landinu. Engir þingmenn ræða þessa hættu. Þær upplýsingar sem dregnar eru saman í rannsóknarskýrslunni sýna að Ísland má ekki loka sig af eins og nú er gert með gjaldeyrishöftunum. Lífeyrissjóðirnir þrífast ekki nema við eigum óhindraðan aðgang að stærri fjárfestingamarkaði. Enginn stjórnmálaflokkur teflir fram þingmönnum sem ræða vandann í þessu samhengi.Gagnkvæm ábyrgð Upp úr hverjum kjafti stendur nú krafan um að breyta stjórnkerfi lífeyrissjóðanna. Það á að leysa allan vanda. En í þeirri umræðu allri gleyma menn að núverandi kerfi byggir á hugmyndum sátta, sameiginlegrar ábyrgðar á velferðarmálum og gagnkvæms skilnings á heilbrigðum rekstri fyrirtækja. Lífeyrissjóðakerfið er ávöxtur af þróun þessara hugmynda í kjarasamningum launafólks og atvinnufyrirtækja. Stjórnkerfi sjóðanna er andstaðan við átakastjórnmál og stéttastríð. Án þess hefði óróleiki og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum verið meira. Það byggir á hófsemdarhugsun sem stuðlar að jafnvægi. Þjóðarsáttin fyrir rúmum tuttugu árum var einhver besta efnahagsráðstöfun síðari tíma. Hún var ekki afráðin á vettvangi stjórnmálanna. Hún var ekki patentlausn sem varð til upp úr þurru. Hún spratt úr þessum jarðvegi sem hafði verið lengi í ræktun. Bankaveikin birtist meðal annars í því að á þeim vettvangi slitnaði strengur gagnkvæmrar félagslegrar ábyrgðar. Er þá mest forvörn fólgin í því að slíta þann streng hvar sem hann finnst? Þingmenn úr röðum allra flokka virðast telja það. Ástæða er til að vara við kenningum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Ögmundi Jónassyni tókst með haldbærum rökum í Kastljóssþætti í vikunni að sýna fram á yfirborðsmennsku í umræðunni um stöðu lífeyrissjóðanna. Hann skaut sér aðeins undan að svara þeirri spurningu hvort hann beitti líkri vörn og Geir Haarde gegn ákæru meirihluta Alþingis. Málin eru vissulega af sömu rót runnin. Af sjálfu leiðir að málsvörn aðgætinna manna með ábyrgð svipar saman þó að þeir hafi ólíka pólitíska sýn. Lífeyrissjóðirnir hafa verið helsta uppspretta sparnaðar í landinu. Hann er aftur undirstaða í tveimur höfuðkerfum samfélagsins: Í velferðarkerfinu og í fjármálakerfinu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er óhjákvæmilegt að spinna þessa ólíku hagsmuni saman. Skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna ber með sér að stjórnendur þeirra hafa andað að sér óheilbrigðu lofti í því umhverfi sem þeir lifðu og hrærðust í. Þar er þó ekki að finna afgerandi vísbendingar um að þeir hafi orðið jafn alvarlega sjúkir og stjórnendur gömlu bankanna. Það gerir gæfumuninn. Þeir þurfa að endurheimta traust. En skýrslan kallar á annars konar umræðu en um bankana. Tvennt ræður því að lífeyriskerfið er sterkara hér en víða annars staðar. Annars vegar er sú fyrirhyggja að spara fyrir lífeyrinum og þeim miklu tryggingabótum sem sjóðirnir standa undir meðan margir aðrir byggja þau réttindi á samtíma sköttum og jafnvel lánum. Hins vegar er sjálfstæði sjóðanna, sem eru óháðir pólitísku áhrifavaldi, og jöfn ábyrgð bæði atvinnufyrirtækja og launamanna á stjórn þeirra. Mesta hættan sem sjóðirnir standa andspænis nú er sú að þessar forsendur fyrir kerfinu bresti og það verði orðið hluti af ríkissjóði og pólitíska stjórnkerfinu innan fárra ára. Reyndar bendir flest til að þannig fari nema tekið verði í taumana.Enginn flokkur er heill Þeir þingmenn sem hæst láta um ábyrgðarleysi stjórnenda lífeyrissjóðanna halda því fram að þeir hafi farið óvarlega með því að fjárfesta í pappírum eins og hlutabréfum sem ekki eru verðtryggð. Þetta eru mest sömu þingmennirnir og hrópa sig hása af hneykslan yfir því að stjórnendur lífeyrissjóðanna skuli ekki samþykkja að falla frá verðtryggingu skuldabréfa til þess að þeir sem spara megi borga fyrir þá sem skulda. Þessi viðbrögð þingmanna lýsa skinhelgi og lýðskrumi. Verst er að þingmenn úr röðum allra flokka eru undir sömu sök seldir í þessu efni. Enginn flokkur stendur lengur heill fyrir ábyrgum viðhorfum um framtíðarskipan þessara mála. Lífeyrissjóðirnir eiga nú ekki annarra kosta völ en fjárfesta í skuldabréfum ríkisins og opinberum framkvæmdum. Stjórnvöld áforma að halda flestum þessara framkvæmda utan við bókhald ríkissjóðs. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig ríkissjóður á að afla fjár til endurgreiðslu. Eftir fá ár verða þessir áhættuhagsmunir orðnir svo samtvinnaðir að hætt er við að sú freisting að gleypa kerfið verði stjórnmálamönnum ómótstæðileg. Um leið koma brestir í sjálfar undirstöður velferðar og fjármálalífs í landinu. Engir þingmenn ræða þessa hættu. Þær upplýsingar sem dregnar eru saman í rannsóknarskýrslunni sýna að Ísland má ekki loka sig af eins og nú er gert með gjaldeyrishöftunum. Lífeyrissjóðirnir þrífast ekki nema við eigum óhindraðan aðgang að stærri fjárfestingamarkaði. Enginn stjórnmálaflokkur teflir fram þingmönnum sem ræða vandann í þessu samhengi.Gagnkvæm ábyrgð Upp úr hverjum kjafti stendur nú krafan um að breyta stjórnkerfi lífeyrissjóðanna. Það á að leysa allan vanda. En í þeirri umræðu allri gleyma menn að núverandi kerfi byggir á hugmyndum sátta, sameiginlegrar ábyrgðar á velferðarmálum og gagnkvæms skilnings á heilbrigðum rekstri fyrirtækja. Lífeyrissjóðakerfið er ávöxtur af þróun þessara hugmynda í kjarasamningum launafólks og atvinnufyrirtækja. Stjórnkerfi sjóðanna er andstaðan við átakastjórnmál og stéttastríð. Án þess hefði óróleiki og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum verið meira. Það byggir á hófsemdarhugsun sem stuðlar að jafnvægi. Þjóðarsáttin fyrir rúmum tuttugu árum var einhver besta efnahagsráðstöfun síðari tíma. Hún var ekki afráðin á vettvangi stjórnmálanna. Hún var ekki patentlausn sem varð til upp úr þurru. Hún spratt úr þessum jarðvegi sem hafði verið lengi í ræktun. Bankaveikin birtist meðal annars í því að á þeim vettvangi slitnaði strengur gagnkvæmrar félagslegrar ábyrgðar. Er þá mest forvörn fólgin í því að slíta þann streng hvar sem hann finnst? Þingmenn úr röðum allra flokka virðast telja það. Ástæða er til að vara við kenningum þeirra.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun