Skilorð fyrir kaup á barnavændi 13. febrúar 2012 08:00 Fyrir helgi var maður dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára gömlum dreng. Dómurinn hefur vakið athygli vegna þess hversu mildur hann er en maðurinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Ástæðan er væntanlega sú að maðurinn er ákærður fyrir kynferðismök við drenginn „án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur piltsins". Í ákærunni er þannig gengið út frá því að ásetningur mannsins hafi verið að hafa mök við karlmann en ekki fjórtán ára barn. Velta má fyrir sér hvernig manninum á að hafa getað verið óljós aldur barnsins, ekki síst í samhengi við þá staðreynd að hann vann við að kenna unglingum. Þá má benda á að þrátt fyrir að ekki sé að öðru óbreyttu refsivert að hafa mök við barn sem er orðið fimmtán ára þá var maðurinn að kaupa vændi sem skilgreint er sem barnavændi ef sá eða sú sem vændið stundar er undir átján ára aldri. Í mati læknis kemur fram að maðurinn hafi lifað í felum með samkynhneigð sína og „freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum". Eftir að upp komst um brot hans hafi hann farið í áfengismeðferð og stundað, auk AA-funda, fundi kynlífs- og ástarfíkla. Auk þess hafi hann misst vinnu sína þegar upp komst um málið og fjölskyldumál hans öll komist í uppnám. Það gefur augaleið að það leiðir bæði til uppnáms í fjölskyldu og atvinnumissis þegar upp kemst að maður hafi níðst á barni, ekki síst þegar kennari á í hlut. Vissulega er lofsvert að menn sem brotið hafa af sér sýni vilja til að snúa til betri vegar. Hitt má ekki gleymast, þrátt fyrir að mat læknis sé að ekki leiki grunur á að „um einhvers konar pedofiliu sé að ræða hjá ákærða eða einhverjar langanir til afbrigðilegs kynlífs með öðru hvoru kyninu," að brot hans var einmitt framið gegn fjórtán ára gömlu barni og að það var mjög alvarlegt. Fyrir þinginu liggur nú tillaga tveggja ráðherra, Ögmundar innanríkis- og Össurar utanríkis-, um að Ísland fullgildi Evrópuráðssamning frá 2007 sem kenndur er við eyjuna Lanzarote og fjallar um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, ásamt frumvarpi að lagabreytingum sem tryggja eiga framkvæmd samningsins. Markmið þessa samnings er að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun á börnum og vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í samningnum eru meðal annars lagðar til leiðir til að berjast gegn barnavændi og grundvöllur skapaður til að sporna við því að fullorðnir falist eftir börnum í kynferðislegum tilgangi, til dæmis á spjallrásum. Fullgilding Íslands á Lanzarote-samningnum, ásamt lagabreytingum sem tryggja framkvæmd hans, skila því vonandi meðal annars að ákæruvaldi og dómstólum sé ekki mögulegt að taka á kynferðislegri misnotkun á barni með þeim hætti og birtist í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku. Loks er rétt að minna á, fyrst ráðherrar eru komnir á lögfestingarbuxurnar, að enn er ólögfestur á Íslandi Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var fyrir tveimur áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Fyrir helgi var maður dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára gömlum dreng. Dómurinn hefur vakið athygli vegna þess hversu mildur hann er en maðurinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Ástæðan er væntanlega sú að maðurinn er ákærður fyrir kynferðismök við drenginn „án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur piltsins". Í ákærunni er þannig gengið út frá því að ásetningur mannsins hafi verið að hafa mök við karlmann en ekki fjórtán ára barn. Velta má fyrir sér hvernig manninum á að hafa getað verið óljós aldur barnsins, ekki síst í samhengi við þá staðreynd að hann vann við að kenna unglingum. Þá má benda á að þrátt fyrir að ekki sé að öðru óbreyttu refsivert að hafa mök við barn sem er orðið fimmtán ára þá var maðurinn að kaupa vændi sem skilgreint er sem barnavændi ef sá eða sú sem vændið stundar er undir átján ára aldri. Í mati læknis kemur fram að maðurinn hafi lifað í felum með samkynhneigð sína og „freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum". Eftir að upp komst um brot hans hafi hann farið í áfengismeðferð og stundað, auk AA-funda, fundi kynlífs- og ástarfíkla. Auk þess hafi hann misst vinnu sína þegar upp komst um málið og fjölskyldumál hans öll komist í uppnám. Það gefur augaleið að það leiðir bæði til uppnáms í fjölskyldu og atvinnumissis þegar upp kemst að maður hafi níðst á barni, ekki síst þegar kennari á í hlut. Vissulega er lofsvert að menn sem brotið hafa af sér sýni vilja til að snúa til betri vegar. Hitt má ekki gleymast, þrátt fyrir að mat læknis sé að ekki leiki grunur á að „um einhvers konar pedofiliu sé að ræða hjá ákærða eða einhverjar langanir til afbrigðilegs kynlífs með öðru hvoru kyninu," að brot hans var einmitt framið gegn fjórtán ára gömlu barni og að það var mjög alvarlegt. Fyrir þinginu liggur nú tillaga tveggja ráðherra, Ögmundar innanríkis- og Össurar utanríkis-, um að Ísland fullgildi Evrópuráðssamning frá 2007 sem kenndur er við eyjuna Lanzarote og fjallar um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, ásamt frumvarpi að lagabreytingum sem tryggja eiga framkvæmd samningsins. Markmið þessa samnings er að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun á börnum og vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í samningnum eru meðal annars lagðar til leiðir til að berjast gegn barnavændi og grundvöllur skapaður til að sporna við því að fullorðnir falist eftir börnum í kynferðislegum tilgangi, til dæmis á spjallrásum. Fullgilding Íslands á Lanzarote-samningnum, ásamt lagabreytingum sem tryggja framkvæmd hans, skila því vonandi meðal annars að ákæruvaldi og dómstólum sé ekki mögulegt að taka á kynferðislegri misnotkun á barni með þeim hætti og birtist í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku. Loks er rétt að minna á, fyrst ráðherrar eru komnir á lögfestingarbuxurnar, að enn er ólögfestur á Íslandi Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var fyrir tveimur áratugum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun