Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2012 07:30 Thierry Henry skoraði sigurmark Arsenal í síðasta leik. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira