Skytturnar þrjár eru nú í Napólí Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. febrúar 2012 07:00 Stórskemmtilegir Leikmenn Napólí fagna marki Edinson Cavani.nordicphotos/getty Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira