Lífið

Whitney Houston kvödd

Biðu eftir kistunni
Aðdáendur biðu eftir að líkbíll Houston keyrði framhjá.
Biðu eftir kistunni Aðdáendur biðu eftir að líkbíll Houston keyrði framhjá.
Heimsbyggðin fylgdist með þegar söngkonan Whitney Houston var borin til grafar í heimabæ sínum Newark á laugardaginn í beinni sjónvarpsútsendingu.

„Þú varst ekki bara sæt, þú varst falleg. Fólki þótti ekki bara vænt um þig, þau elskuðu þig," sagði leikarinn Kevin Costner í ræðunni sem hann fór með í útför Whitney Houston. Costner og Houston urðu miklir vinir eftir að þau léku saman í myndinni Bodyguard. Lagið úr myndinni I Will Always Love You var spilað í kirkjunni þegar kistan var borin út.

Það voru þéttsetnir kirkjubekkirnir í New Hope kirkjunni í Newark af vinum og vandamönnum söngkonunnar, meira að segja svo þéttsetnir að Bobbi Brown, fyrrum eiginmanni Houston, þótti nóg um og lét sig hverfa í upphafi athafnarinnar. Var hann ósáttur við sætaskipan í kirkjunni og fannst leiðinlegt að vera meinaður aðgangur að sameiginlegri dóttur sinni og Houston, Bobbi Kristinu.

Stevie Wonder og Alicia Keys voru meðal þeirra tónlistamanna sem tóku lagið í kirkjunni og Dionne Warwick hélt ræðu um kynni sín af Whitney Houston, sem var aðeins 48 ára gömul þegar hún lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×