Þurfa líklega enn frekari frest til svara 22. febrúar 2012 09:00 Skúli Bjarnason Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira