Lífið

Manfred Mann til landsins

á leið til íslands Hljómsveitin Manfred Mann´s Earth Band spilar í Háskólabíói 16. maí.
á leið til íslands Hljómsveitin Manfred Mann´s Earth Band spilar í Háskólabíói 16. maí.
„Þetta er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum," segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson.

Hin sögufræga hljómsveit Manfred Mann"s Earth Band stígur á svið í Háskólabíói 16. maí.

Forsprakkinn og hljómborðsleikarinn Manfred Mann frá Suður-Afríku hóf feril sinn í Bretlandi fyrir fimmtíu árum. Þá stofnaði hann hljómsveitina Manfred Mann ásamt Mike Hugg og saman gáfu þeir út vinsæl lög borð við Do Wah Diddy Diddy, Pretty Flamingo og Mighty Quinn. Sveitin hætti störfum 1969 og þá stofnaði Mann hljómsveitina Manfred Mann Chapter Three ásamt Hugg. Hún var skammlíf og árið 1971 stofnaði Mann sveitina Manfred Mann"s Earth Band sem er enn starfandi og hefur gefið út Blinded By the Light, Davy"s on the Road Again og fleiri vinsæl lög.

„Þetta er rosalega flott grúppa og topptónleikaband. Þetta er svolítil prog-tónlist og Blinded by the Lights er til dæmis sjö eða átta mínútur. Þetta er flott tónlist ef þú vilt setjast niður og hlusta á flott sóló," segir Guðbjartur. „Mér finnst þetta vera lög sem eldast rosalega vel."

Á undanförnum árum hafa kunnir flytjendur uppgötvað tónlist Manfreds Mann og tekið hana upp á sína arma. Þar má nefna The Prodigy, Massive Attack og Kanye West. Sá síðastnefndi notaði bút úr laginu You Are I Am í lagi sínu So Appalled af plötunni My Beautiful Dark Twisted Fantasy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×