Hingað er ég komin til að vinna titla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2012 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir tyllir sér á viðarbekk við æfingavöll Turbine Potsdam. Þar ætlar hún að spila knattspyrnu næstu mánuðina og lengur ef vel gengur. Turbine Potsdam er eitt allra sterkasta félagslið heims og varla hægt að komast hærra í knattspyrnuheiminum. Mynd/E. Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur í þýska fótboltann, þar sem besta kvennaknattspyrnan í heimi hefur verið síðasta áratuginn. Þar er hún á mála hjá Turbine Potsdam, einu besta félagsliði landsins og þar með heimsins alls. Potsdam liggur rétt utan borgarmarka hinnar annríku höfuðborgar Þýskalands, Berlín. Fréttablaðið hitti Margréti Láru í vinalegum miðbæ þessa 250 þúsund manna borgar og ræddi við hana um átök næstu vikna og mánaða þar sem hún mun keppa í allra fremstu röð, framtíðaráætlanir hennar og þriggja ára baráttu við meiðsli sem jafnvel sér ekki fyrir endann á. Jákvæð og bjartsýn í þetta sinn„Í raun er þetta nákvæmlega eins og ég átti von á," segir Margrét Lára við blaðamann yfir kaffibolla þess síðarnefnda. Hún lét vatnssopann duga að þessu sinni enda æfing hjá Turbine að viðtalinu loknu. Viðtalið var tekið í síðustu viku, áður en hún lék sinn fyrsta leik með liðinu. Þá gerði Potsdam óvænt jafntefli við Hamburg og spilaði Margrét Lára síðustu 30 mínúturnar. Liðið á næst leik á morgun og mætir þá Leverkusen á heimavelli. Turbine Potsdam hefur orðið Þýskalandsmeistari í þrjú ár í röð og í fimm skipti alls. Aðeins Frankfurt hefur unnið deildina oftar frá stofnun hennar. Potsdam hefur tvívegis borið sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2010 en tapaði fyrir Lyon í úrslitaleiknum í fyrra. Sem fyrr segir er Margrét Lára að reyna fyrir sér í annað sinn í Þýskalandi. Nítján ára gömul, árið 2006, samdi hún við Duisburg en dvölin þar reyndist henni erfið og ákvað hún að snúa aftur heim á leið. „Í þetta sinn var ég búin að undirbúa mig vel. Ég fór út með jákvætt hugarfar og bjartsýni. Ég ætlaði ekki að láta koma mér neitt á óvart. Ég veit að það er erfitt að vera einn í Þýskalandi. Hér skilur mann enginn og ég skil engan – allavega til að byrja með. Við erum í Austur-Þýskalandi og þjálfarinn, sem er af gamla skólanum, talar ekki stakt orð í ensku," segir hún. „Ég vissi að ég yrði mikið ein. En ég er að spila í besta liði í Evrópu og hingað er ég komin til að vinna eitthvað stórt. Það er það sem drífur mig áfram á hverjum degi. Ef mér leiðist á daginn – þá loka ég einfaldlega á það og reyni frekar að njóta þess að vera hér fram á vor og sjá svo til. Það var erfitt á sínum tíma að fara svo ung frá fjölskyldu og vinum en í dag er ég allt önnur manneskja og tek lífið á aðeins léttari nótum." Samningur Margrétar Láru er til átján mánaða en með uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt sér að loknu tímabilinu. Þýski boltinn hentar mér velEftir að Margrét Lára samdi við Potsdam líkti hún því við að Gylfi Þór Sigurðsson myndi semja við Manchester United. „Þetta er hrikalega gott lið," segir hún um Turbine Potsdam. „Þjálfarinn er grjótharður en mér líkar mjög vel við allt saman. Við erum á miðju tímabili en það er búið að vera langt vetrarfrí og því líður mér eins og að nýtt tímabil sé að hefjast." Liðið er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á næsta lið, Duisburg. Margrét Lára lék síðast með Kristianstad í Svíþjóð sem var þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur en þær kynntust fyrst þegar Margrét Lára lék með ÍBV, uppeldisfélagi sínu. Hún átti mjög gott tímabil í Svíþjóð og varð markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hefði getað komið í nóvember [eftir að tímabilinu lauk í Svíþjóð] en ég tel að það hafi verið rétt að koma eftir að hlé var gert á deildinni um mitt tímabilið. Það er samt heilmikið eftir af tímabilinu og vonandi fullt af leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eru rosalega spennandi tímar fram undan," segir hún en Turbine Potsdam mætir sterku liði WFC Rossiyanka frá Rússlandi í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Fótboltinn hér í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Hér er meira lagt upp úr hröðu spili og fáum snertingum. Það hentar mér mjög vel og ég held að ég falli vel að skipulagi liðsins." Farið í 20 röntgenmyndatökurMargrét Lára hefur nú í þrjú ár verið að berjast við þrálát meiðsli aftan í hægra læri sem erfiðlega gengur að ráða bót á. Meiðslin eru algeng hjá fótboltamönnum en í hennar tilviki virðast þau nánast krónísk. Hvort hún stenst álagið að spila í bestu deild heims og Meistaradeild Evrópu í þokkabót verður mikil prófraun fyrir hana. „Ég hef örugglega farið í 20 röntgenmyndatökur. Það eina sem sést er að ég er með slit í baki. Þar er uppspretta meiðslanna og vilja læknarnir meina að þetta leiði niður í lærið. Meiðslin gera það að verkum að það er erfitt fyrir mig að hlaupa og sparka. Það eru jú nokkuð stór partur af því að spila fótbolta," segir hún og hlær. Hún hefur greinilega myndað þykkan skráp gagnvart þessu ástandi. Meiðslin fylgja mér mögulega út ferilinn„Ég er búin að sætta mig við að þetta gæti mögulega fylgt mér til loka ferilsins. Það var einfaldlega ákvörðun sem ég þurfti að taka. Vissulega sorglegt þegar maður er bara 25 ára gamall en ég byrjaði að æfa fimm ára gömul og æfði einnig handbolta til sextán ára aldurs. Um tíma var ég í þremur flokkum í fótbolta og tveimur í handbolta samtímis – svo í yngri landsliðum í báðum greinum. Ég er 25 ára í lífaldri en kannski 32 ára gömul íþróttakona. Það er líka hægt að horfa á það þannig." Hún segist vera í góðum höndum í Potsdam og að henni hafi liðið vel síðustu tvær vikurnar. „Fram að því var ég mjög slæm. En ég hef verið í mjög markvissri og góðri endurhæfingu og æft stíft í sex vikur. Vonandi er það að bera árangur. En ég veit að þetta hef ég áður sagt á síðustu þremur árum og alltaf hefur komið bakslag. En meiðslin eru einfaldlega þess eðlis. Það er ekki hægt að senda mig í aðgerð og gefa mér sex eða níu mánuði til að jafna mig. Þetta er endalaus tilraunastarfsemi," segir hún. „En mér líður vel og tel að ef ég kemst í gegnum marsmánuð verði mér allir vegir færir." Ég er mikil barnakonaUtan knattspyrnunnar er Margrét Lára dugleg við að halda sér við efnið. Hún nemur sálfræði í fjarnámi frá Íslandi og er þar í fullu námi þessa önnina. Sem stendur er fótboltinn í fyrsta sæti en það má heyra á henni að hún er einnig byrjuð að huga að lífi án boltans. „Auðvitað langar mann að vera eilífur í fótboltanum en ég veit að það er ekki hægt. Eins og er vil ég klára tímabilið í Þýskalandi og gera það eins vel og ég get. Svo eru líka spennandi tímar fram undan með landsliðinu og ég horfi líka mikið til þeirra verkefna." Hún hefur verið í sambandi með Einari Erni Guðmundssyni, leikmanni Vals í N1-deild karla í handbolta, í tæp fimm ár og eins og svo mörg ung pör horfa þau til þess að stofna fjölskyldu. „Það er víst hlutverk okkar kvenna í lífinu að fjölga mannkyninu og er ég mikil barnakona. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og ég get ekki sett sjálfa mig í fyrsta sæti endalaust," segir hún og brosir. „En það er vel hægt að spila fótbolta langt fram yfir þrítugt – þó svo að maður þyrfti að taka sér stöku barneignarfrí inn á milli. Mömmurnar virðast koma sterkari leikmenn til baka ef eitthvað er." En sem stendur á fótboltinn hug hennar allan. „Ég er að spila í frábæru liði og ég ætla að halda áfram að spila í fremstu röð á næstu árum. Þegar ég er á fullu í boltanum og laus við meiðslin nýt ég þess í botn og finnst ekkert skemmtilegra. Mig langar að vera í þessu eins lengi og ég get." Þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta sextán ára gömulSjálfsagt vita ekki margir að Margrét Lára þótti á sínum tíma ein allra efnilegasta handboltakona landsins. Hún lék sem örvhent skytta með yngri flokkum ÍBV og var um tíma valin í yngri landsliðin í bæði handbolta og fótbolta. „Ég var sextán ára þegar ég hætti í handbolta og var það mjög erfið ákvörðun. Það var mikill barátta á milli þjálfaranna minna," segir Margrét Lára en eins og áður segir var hún um tíma í þremur flokkum í fótbolta og tveimur í handbolta á sama tíma. „Það var lagt hart að mér í báðum greinum að halda áfram. Það gekk meira að segja svo langt að einhvern tímann þegar félagið fékk boð um að senda mig á æfingu með einu yngri landsliðanna í handbolta þá komst það í hendur fótboltaþjálfaranna og þaðan beint í ruslið," segir hún og hlær. Elísabet Gunnarsdóttir kom til ÍBV á þessum tíma til að þjálfa og hafði hún áhyggjur af þessu mikla æfingaálagi sem var á Margréti Láru. „Hún sagði mér að ef ég færi á handboltaæfingu gæti ég ekki komið á fótboltaæfingu sama dag til hennar. Ég gat ekki hugsað mér að missa út fótboltaæfingu og því var þetta niðurstaðan," segir hún. Kærasti Margrétar Láru, Einar Örn Guðmundsson, spilar handbolta með Val í N1-deild karla og fylgist Margrét Lára því mjög vel með. „Ég fer oft á leiki og mér finnst handbolti skemmtileg íþrótt. Ég hef oft hugsað til þess á æfingum á gervigrasi um hávetur af hverju ég valdi ekki handboltann," segir hún og hlær. „En hvort sem ég hefði valið þá veit ég að ég hefði lagt mikinn metnað í íþróttina. Ég trúi því að ég hefði líka náð langt í handboltanum." Margrét Lára fylgdist vel með þátttöku handboltalandsliðsins á HM í Brasilíu í desember síðastliðnum. „Þær náðu frábærum árangri og mér finnst að það hefði mátt hylla þær meira. Ég dáist að þeim og þær sýndu að það er allt hægt. Þær geta verið fyrirmyndir okkar í fótboltalandsliðinu." Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur í þýska fótboltann, þar sem besta kvennaknattspyrnan í heimi hefur verið síðasta áratuginn. Þar er hún á mála hjá Turbine Potsdam, einu besta félagsliði landsins og þar með heimsins alls. Potsdam liggur rétt utan borgarmarka hinnar annríku höfuðborgar Þýskalands, Berlín. Fréttablaðið hitti Margréti Láru í vinalegum miðbæ þessa 250 þúsund manna borgar og ræddi við hana um átök næstu vikna og mánaða þar sem hún mun keppa í allra fremstu röð, framtíðaráætlanir hennar og þriggja ára baráttu við meiðsli sem jafnvel sér ekki fyrir endann á. Jákvæð og bjartsýn í þetta sinn„Í raun er þetta nákvæmlega eins og ég átti von á," segir Margrét Lára við blaðamann yfir kaffibolla þess síðarnefnda. Hún lét vatnssopann duga að þessu sinni enda æfing hjá Turbine að viðtalinu loknu. Viðtalið var tekið í síðustu viku, áður en hún lék sinn fyrsta leik með liðinu. Þá gerði Potsdam óvænt jafntefli við Hamburg og spilaði Margrét Lára síðustu 30 mínúturnar. Liðið á næst leik á morgun og mætir þá Leverkusen á heimavelli. Turbine Potsdam hefur orðið Þýskalandsmeistari í þrjú ár í röð og í fimm skipti alls. Aðeins Frankfurt hefur unnið deildina oftar frá stofnun hennar. Potsdam hefur tvívegis borið sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2010 en tapaði fyrir Lyon í úrslitaleiknum í fyrra. Sem fyrr segir er Margrét Lára að reyna fyrir sér í annað sinn í Þýskalandi. Nítján ára gömul, árið 2006, samdi hún við Duisburg en dvölin þar reyndist henni erfið og ákvað hún að snúa aftur heim á leið. „Í þetta sinn var ég búin að undirbúa mig vel. Ég fór út með jákvætt hugarfar og bjartsýni. Ég ætlaði ekki að láta koma mér neitt á óvart. Ég veit að það er erfitt að vera einn í Þýskalandi. Hér skilur mann enginn og ég skil engan – allavega til að byrja með. Við erum í Austur-Þýskalandi og þjálfarinn, sem er af gamla skólanum, talar ekki stakt orð í ensku," segir hún. „Ég vissi að ég yrði mikið ein. En ég er að spila í besta liði í Evrópu og hingað er ég komin til að vinna eitthvað stórt. Það er það sem drífur mig áfram á hverjum degi. Ef mér leiðist á daginn – þá loka ég einfaldlega á það og reyni frekar að njóta þess að vera hér fram á vor og sjá svo til. Það var erfitt á sínum tíma að fara svo ung frá fjölskyldu og vinum en í dag er ég allt önnur manneskja og tek lífið á aðeins léttari nótum." Samningur Margrétar Láru er til átján mánaða en með uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt sér að loknu tímabilinu. Þýski boltinn hentar mér velEftir að Margrét Lára samdi við Potsdam líkti hún því við að Gylfi Þór Sigurðsson myndi semja við Manchester United. „Þetta er hrikalega gott lið," segir hún um Turbine Potsdam. „Þjálfarinn er grjótharður en mér líkar mjög vel við allt saman. Við erum á miðju tímabili en það er búið að vera langt vetrarfrí og því líður mér eins og að nýtt tímabil sé að hefjast." Liðið er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á næsta lið, Duisburg. Margrét Lára lék síðast með Kristianstad í Svíþjóð sem var þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur en þær kynntust fyrst þegar Margrét Lára lék með ÍBV, uppeldisfélagi sínu. Hún átti mjög gott tímabil í Svíþjóð og varð markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hefði getað komið í nóvember [eftir að tímabilinu lauk í Svíþjóð] en ég tel að það hafi verið rétt að koma eftir að hlé var gert á deildinni um mitt tímabilið. Það er samt heilmikið eftir af tímabilinu og vonandi fullt af leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eru rosalega spennandi tímar fram undan," segir hún en Turbine Potsdam mætir sterku liði WFC Rossiyanka frá Rússlandi í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Fótboltinn hér í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Hér er meira lagt upp úr hröðu spili og fáum snertingum. Það hentar mér mjög vel og ég held að ég falli vel að skipulagi liðsins." Farið í 20 röntgenmyndatökurMargrét Lára hefur nú í þrjú ár verið að berjast við þrálát meiðsli aftan í hægra læri sem erfiðlega gengur að ráða bót á. Meiðslin eru algeng hjá fótboltamönnum en í hennar tilviki virðast þau nánast krónísk. Hvort hún stenst álagið að spila í bestu deild heims og Meistaradeild Evrópu í þokkabót verður mikil prófraun fyrir hana. „Ég hef örugglega farið í 20 röntgenmyndatökur. Það eina sem sést er að ég er með slit í baki. Þar er uppspretta meiðslanna og vilja læknarnir meina að þetta leiði niður í lærið. Meiðslin gera það að verkum að það er erfitt fyrir mig að hlaupa og sparka. Það eru jú nokkuð stór partur af því að spila fótbolta," segir hún og hlær. Hún hefur greinilega myndað þykkan skráp gagnvart þessu ástandi. Meiðslin fylgja mér mögulega út ferilinn„Ég er búin að sætta mig við að þetta gæti mögulega fylgt mér til loka ferilsins. Það var einfaldlega ákvörðun sem ég þurfti að taka. Vissulega sorglegt þegar maður er bara 25 ára gamall en ég byrjaði að æfa fimm ára gömul og æfði einnig handbolta til sextán ára aldurs. Um tíma var ég í þremur flokkum í fótbolta og tveimur í handbolta samtímis – svo í yngri landsliðum í báðum greinum. Ég er 25 ára í lífaldri en kannski 32 ára gömul íþróttakona. Það er líka hægt að horfa á það þannig." Hún segist vera í góðum höndum í Potsdam og að henni hafi liðið vel síðustu tvær vikurnar. „Fram að því var ég mjög slæm. En ég hef verið í mjög markvissri og góðri endurhæfingu og æft stíft í sex vikur. Vonandi er það að bera árangur. En ég veit að þetta hef ég áður sagt á síðustu þremur árum og alltaf hefur komið bakslag. En meiðslin eru einfaldlega þess eðlis. Það er ekki hægt að senda mig í aðgerð og gefa mér sex eða níu mánuði til að jafna mig. Þetta er endalaus tilraunastarfsemi," segir hún. „En mér líður vel og tel að ef ég kemst í gegnum marsmánuð verði mér allir vegir færir." Ég er mikil barnakonaUtan knattspyrnunnar er Margrét Lára dugleg við að halda sér við efnið. Hún nemur sálfræði í fjarnámi frá Íslandi og er þar í fullu námi þessa önnina. Sem stendur er fótboltinn í fyrsta sæti en það má heyra á henni að hún er einnig byrjuð að huga að lífi án boltans. „Auðvitað langar mann að vera eilífur í fótboltanum en ég veit að það er ekki hægt. Eins og er vil ég klára tímabilið í Þýskalandi og gera það eins vel og ég get. Svo eru líka spennandi tímar fram undan með landsliðinu og ég horfi líka mikið til þeirra verkefna." Hún hefur verið í sambandi með Einari Erni Guðmundssyni, leikmanni Vals í N1-deild karla í handbolta, í tæp fimm ár og eins og svo mörg ung pör horfa þau til þess að stofna fjölskyldu. „Það er víst hlutverk okkar kvenna í lífinu að fjölga mannkyninu og er ég mikil barnakona. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og ég get ekki sett sjálfa mig í fyrsta sæti endalaust," segir hún og brosir. „En það er vel hægt að spila fótbolta langt fram yfir þrítugt – þó svo að maður þyrfti að taka sér stöku barneignarfrí inn á milli. Mömmurnar virðast koma sterkari leikmenn til baka ef eitthvað er." En sem stendur á fótboltinn hug hennar allan. „Ég er að spila í frábæru liði og ég ætla að halda áfram að spila í fremstu röð á næstu árum. Þegar ég er á fullu í boltanum og laus við meiðslin nýt ég þess í botn og finnst ekkert skemmtilegra. Mig langar að vera í þessu eins lengi og ég get." Þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta sextán ára gömulSjálfsagt vita ekki margir að Margrét Lára þótti á sínum tíma ein allra efnilegasta handboltakona landsins. Hún lék sem örvhent skytta með yngri flokkum ÍBV og var um tíma valin í yngri landsliðin í bæði handbolta og fótbolta. „Ég var sextán ára þegar ég hætti í handbolta og var það mjög erfið ákvörðun. Það var mikill barátta á milli þjálfaranna minna," segir Margrét Lára en eins og áður segir var hún um tíma í þremur flokkum í fótbolta og tveimur í handbolta á sama tíma. „Það var lagt hart að mér í báðum greinum að halda áfram. Það gekk meira að segja svo langt að einhvern tímann þegar félagið fékk boð um að senda mig á æfingu með einu yngri landsliðanna í handbolta þá komst það í hendur fótboltaþjálfaranna og þaðan beint í ruslið," segir hún og hlær. Elísabet Gunnarsdóttir kom til ÍBV á þessum tíma til að þjálfa og hafði hún áhyggjur af þessu mikla æfingaálagi sem var á Margréti Láru. „Hún sagði mér að ef ég færi á handboltaæfingu gæti ég ekki komið á fótboltaæfingu sama dag til hennar. Ég gat ekki hugsað mér að missa út fótboltaæfingu og því var þetta niðurstaðan," segir hún. Kærasti Margrétar Láru, Einar Örn Guðmundsson, spilar handbolta með Val í N1-deild karla og fylgist Margrét Lára því mjög vel með. „Ég fer oft á leiki og mér finnst handbolti skemmtileg íþrótt. Ég hef oft hugsað til þess á æfingum á gervigrasi um hávetur af hverju ég valdi ekki handboltann," segir hún og hlær. „En hvort sem ég hefði valið þá veit ég að ég hefði lagt mikinn metnað í íþróttina. Ég trúi því að ég hefði líka náð langt í handboltanum." Margrét Lára fylgdist vel með þátttöku handboltalandsliðsins á HM í Brasilíu í desember síðastliðnum. „Þær náðu frábærum árangri og mér finnst að það hefði mátt hylla þær meira. Ég dáist að þeim og þær sýndu að það er allt hægt. Þær geta verið fyrirmyndir okkar í fótboltalandsliðinu."
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira